
Mynd: Sölubásar Reykjanes - September 2004. Þessi mynd var af bás fyrirtækja frá Reykjanesi en í ár voru 7 fyrirtæki sem tóku þátt.
Vestnorden 2004.
Vestnorden, sem er sölu- og kaupsýning fyrir Ísland, Grænland og Færeyjar, var haldin í Laugardalshöll 13-15 september. Frá Reykjanesi voru 7 fyrirtæki og hafa þau aldrei verið fleiri en nú. Þau voru Bláa Lónið, Hótel Keflavík, Moby Dick, Café Duus, Saltfisksetirð, Bílaleigan Rás og SBK. Tókst ráðstefan með eindæmum vel en í ár gáfum við öllum kaupendum og seljendum samtals 500 manns mjög veglegar töskur merktar "Reykjanes - first and last". Í hverri tösku voru bæklingar frá Reykjanesi og 30 fyrirtækjum sem tóku þátt í átakinu þau væru ekki öll í höllinni. Þar voru öll sveitarfélögin, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Ferðamálasamtök Suðurnesja, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, og mörg fleiri. Söluátak Reykjanes var framkvæmt undir merkjum Ferðamálasamtaka Suðurnesja.
Skoða fréttir og greinar Skoða myndir


































