Mynd af svæði milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjanesbæjar. Samgöngumiðstöð Íslands er hugmynd um að bæta þjónustu við farþega við Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem um leið styrkir aðgengi ferðamanna að Reykjanesbæ.
Samgöngumiðstöð Íslands.
Í maí s.l. birtist grein um hugleiðingar mínar um hugsanlegt þjónustusvæði fyrir bílaleigu- og langtíma bílastæði ofan byggðarinnar í Reykjanesbæ í tengslum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gerir tillagan ráð fyrir sameiginlegri afgreiðslu allra helstu bílaleiga landsins við stórt bílastæði sem rúmað getur þúsundir bíla til framtíðar litið. Styrkleiki svæðisins, sem er ofan Iðavalla milli Aðalgötu og Flugvallavegar, er góð tenging við Reykjanesbraut þegar ekið er til eða frá Leifsstöð. Þá er svæðið hugsað sem vaktað bílastæði fyrir fjölda flugfarþega, auk þess sem þarna muni bílaleigurnar afgreiða alla bíla til viðskiptavina sinna. Frá svæðinu verða síðan stöðugar ferðir til og frá Leifsstöð en þessi leið hefur verið farin á mörgum stórum flugvöllum erlendis til að bæta þjónustu við viðskiptavini. Mikil áhersla er lögð á að þjónustan yrði bæði hagkvæmari og skilvirkari fyrir viðskiptavininn en nú er, en afgreiðslupláss bílaleiga í Leifsstöð er í dag mjög takmarkað á álagstímum. Lausn með bílastæðahúsi yrði mjög kostnaðarsöm sérstaklega þegar horft er til þess að gott landrými sem anna myndi þessari þjónustu til framtíðar er til staðar í hæfilegri fjarlægð. Þessi lausn myndi bæði auka möguleika á að stærri bílaleigur myndu færa hluta starfsemi sinnar til Keflavíkur. Að auki bætir svæðið aðgengi ferðamanna að Reykjanesbæ um leið og að vera skilvirk leið til að fá þá til að staldra við og nýta frekar þjónustu á svæðinu.
Samgöngumiðstöð - yfirlitsmynd
Samgöngumiðstöð - yfirlitsmynd byggingar
Samgöngumiðstöð - Ljósmynd
Skoða fréttir og greinar