Gistiheimilið Keflavík heimili þitt við flugvöllinn

Gistiheimilið Keflavík býður upp á ódýra og þægilega gistingu. Móttaka og símvarsla er á Hótel Keflavík (beint á móti gistiheimilinu).
Notalegt umhverfi Við bjóðum upp á notalega gistingu í hlýlegum herbergjum með aðgang að baði og snyrtiaðstöðu ásamt eldhúsi.
Kjarngóður morgunverður árla morguns fyrir þá sem þurfa að fara snemma í flug.
Ávinningur Gestir geta nýtt sér alla þá þjónustu sem Hótel Keflavík býður upp á, en það er fjögurra stjörnu hótel staðsett beint á móti gistiheimilinu. Upplifðu Reykjanes Gistiheimilið er staðsett í hjarta Keflavíkur, skammt frá flugvellinum. Náttúruperlur á Reykjanesi eins og Bláa Lónið eru innan seilingar. Þá eru menningar og listasöfn ásamt fjölmörgum gönguleiðum um Reykjanesbæ skemmtileg afþreying. Starfsfólkið á Hótel Keflavík aðstoðar þig við að gera dvöl þína í Reykjanesbæ ógleymanlega.

