
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, politík, fjölskyldu, áhugamálum og hugleiðingum.
Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bíð um leið öllum þess þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.
Á síðunni held ég utan um 11 heimasíður tendar eru mér á einn eða annan hátt þ.e. Hótel Keflavík, Ofnasmiðju Suðurnesja, Gistiheimilið Keflavík, Gullmolann, Kef Jet, Ljósanótt, Reykjanesbraut, Reykjanesbæ, pólitík, flugmál og fjölskylduna. Á forsíðu má finna allar fréttir, greinar, myndir og fl. tengdu þessum málefnum en með því að velja ákeðin flokk kemur eingöngu efni um þann flokk. Frá viðkomandi undirsíðu er síðan hægt að fara beint inn á vef viðkomandi fyrirtækis s.s. hótelsins eða Reykjanesbæjar svo eitthvað sé nefnt.
Þá mun ég færa dagbók og gera pistla eftir því sem tími gefst og þannig koma á framfæri skoðunum mínum á ákveðnum málum. Öll málefni og söfnun gagna eru algjörlega á eigin ábyrgð og þurfa alls ekki að tengjast skoðunum annara sem vinna með mér á hverju sviði fyrir sig. Sem einstaklingur og bæjarfulltrúi hef ég ákveðnar skoðanir á hlutum og málefnum og get hér bæði komið þeim á framfæri
um leið og ég held sjálfur utan um efni fyrir eigin þágu. Þá tel ég mikilvægt að bæjarfulltrúar og sveitarstjórnarmenn láti meira í sér heyra í almennri þjóðmálaumræðu og geri grein fyrir þeim verkefnum sem þeir vinna að á hverjum tíma. Með heimsíðu geta þeir sem hafa áhuga kynnt sér þessa þætti af eigin frumkvæði og á þeim tíma sem þeim hentar. Gaman væri að heyra viðbrögð þeirra sem skoða í gestabók en einnig stendur til að opna póstlista fyrir þá sem vilja vita af nýju efni.
Vonandi eru einhverjir sem geta nýtt sér ákveðna þætti vefsins en þeir sem t.d. hafa áhuga á tvöföldun Reykjanesbrautar geta farið beint inn á þá síðu www.steini.is/reykjanesbraut og fundið allt efni tengt því málefni. Í fyrirtækjum mínum, pólitík og í vinnu við ákveðin málefni á ég samstarf við úrvals fólk sem á sinn þátt í því efni sem hér er fram sett.
Forsíðan og grunnvinna síðunnar er unnin af fyrirtækinu Dacoda í Reykjanesbæ. Þar vinna þeir Júlíus, Ástþór og Borgar gott starf með gott forrit. Forritið sem notað er heitir Conman en það er þannig uppbyggt að óvanur tölvumaður eins og ég get sjálfur breytt útliti síðunnar, gert undirsíður, myndasöfn, sett upp greinar o.s.frv. án aðstoðar. Þannig get ég á t.d. fært frétt úr Víkurfréttum inn á mína síðu, á einni til tveimur mínutum, breytt útliti og bætt við myndum. Þessu forriti kynntist ég við gerð Ljósanætursíðunnar en þar eins og hér set ég inn greinar, fréttir og breyti dagskrá jafnóðum.
Ég tek mikið af myndum og hef mjög gaman af og mun myndasafnið fljótlega bera keim af því.
Njótið vel.
Steinþór Jónsson.

Linkur til að sækja greinar á vf