Sæll félagi
Nefnd á vegum Kiwanisklúbbsins Keilis hefur ákveðið að veita þér viðurkenninguna Lundinn 2005.
Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingi sem að mati nefndarinnar hefur látið gott af sér leiða og/eða unnið óeigingjarnt starf í þágu bæjarfélagsins.
Viðurkenningin verður veitt á Lundakvöldi Keilis sem er okkar árlega herrakvöld og verður haldið í KK salnum föstudaginn 4. nóvember kl. 19.30. Þín er vænst og velkomið að taka með þér einn gest. Forseti Keilis, Jón Snævar Jónsson mun taka á móti þér. Ég vil óska þér til hamingju og góðrar skemmtunar.
Ragnar Örn