Steini.is - Ný notkun á gömlum húsum með nýjum hugmyndum
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 
Steini.is » Ný notkun á gömlum húsum með nýjum hugmyndum

Þeir hafa beitt hugmyndafluginu og hrint í framkvæmd ýmsum hugdettum sínum sem iðulega hafa verið settar fram fremur í gamni en alvöru. Jóhannes Tómasson kynnti sér útsjónarsemi sem feðgar í Keflavík hafa beitt við húsnæðisuppbyggingu fyrirtækja sinna.


FEÐGARNIR Jón William Magnússon og Steinþór Jónsson sem reka Hótel Keflavík og Ofnasmiðju Suðurnesja í Keflavík hafa á mörgum sviðum sýnt útsjónarsemi og hugmyndaflug í verki. Þeir hrinda líka strax ýmsum hugmyndum sínum í framkvæmd, hugmyndum sem iðulega eru settar fram meira í gamni en alvöru. Og oftast detta þeir líka niður á ódýrar lausnir, vinna sjálfir í hlutunum og Jón hefur iðulega smíðað vélar og tæki í stað þess að kaupa þau og komist þann veg ódýrar frá verkinu.

Steinþór Jónsson segir að tilurð fyrirtækjanna sé að ýmsu leyti tilviljanakennd og rekur hann hér á eftir helstu áfangana í þeirri sögu. Hún byggist ekki síst á því að til voru hús og lóðir, stundum lítið eða ekkert nýtt, sem þeim fannst rétt að gefa nýtt líf.

Steinþór segir að upphafið megi rekja til ársins 1972 þegar faðir hans hlýddi á tal tveggja manna um lóð og deildu þeir um hvor þeirra skyldi kaupa hana. "Hann gerði sér lítið fyrir og keypti lóðina fyrir 100 þúsund krónur, ef ég man rétt, en á henni var gamalt hús sem síðast hafði verið saltgeymsla. Húsið sem var um 120 fermetrar var illa farið en hann kom því í stand, smíðaði milligólf til að nýta betur plássið og kom þar fyrir skrifstofu og þar var Ofnasmiðja Suðurnesja til húsa fyrstu árin, líklega allt til 1977."

Nýtt hús byggt
Næsti áfangi var að grafa grunn og reisa eina hæð á lóðinni við Vatnsnesveg og var hæðin leigð út en kjallarinn nýttur fyrir Ofnasmiðjuna sem þurfti á meira rými að halda. Til stóð að hafa húsið ekki hærra en þessa einu hæð auk kjallarans og má spyrja hver þróunin hefði orðið ef þakinu hefði verið skellt á þá strax. "Við bræðurnir vildum hins vegar fara í heimavistarskóla og pabbi varð að velja milli þess að reisa þakið eða senda okkur í skólann. Skólinn var ofan á og því beið þakið sem varð til þess að seinna var hægt að reisa fleiri hæðir," segir Steinþór en á þeim tíma hafði engum dottið hótelrekstur í hug.

En Ofnasmiðjan þurfti enn meira rými og næsta hugmynd var sú að reisa þak yfir portið sem myndaðist af húsunum. Fengust þá 370 fermetrar undir þaki sem Steinþór segir að hafi aðeins kostað 300 þúsund krónur. Síðar var keypt gamalt frystihús sem kallað var Litla milljón, 1.600 fermetra hús við Víkurbraut. "Það var í eigu Ágústs Einarssonar, núverandi þingmanns, og þeir faðir minn og hann ræddust við í síma í kortér og gerðu út um kaupverðið, 2,5 milljónir. Ágúst stóð við það þrátt fyrir að aðrir byðu hærra þegar þeir fréttu af fyrirhuguðum kaupum okkar og mér fannst hann með þessu sýna að hann bæði treysti okkur og vildi standa við munnlegt loforð sitt þrátt fyrir að það þýddi lægra söluverð fyrir hann. Svona eiga sýslumenn að vera!"

Þegar hér er komið sögu kemst hótelhugmyndin á kreik og þeir feðgar drífa upp þrjár hæðir ofan á hæðina við Vatnsnesveg. Framkvæmdir hófust í febrúar 1986 og hefst hótelreksturinn þar rúmum þremur mánuðum síðar. Herbergin voru í upphafi 27 en síðar hefur verið bætt við þannig að nú þau verða alls 60. "Við keyptum húsnæði af sparisjóðnum hér við hliðina og síðar áfast íbúðarhúsnæði við og þannig höfum við smám saman getað fjölgað herbergjunum," segir Steinþór og einn daginn keypti hann hús hinum megin götunnar þar sem nú er gistiheimili með sjö herbergjum.

Fullbókað - nýtt hús keypt
Sagan af þeim kaupum sýnir ágætlega hvernig skyndihugmyndum er hrint í framkvæmd: "Það var fullbókað á hótelinu og við vorum í einhverjum vandræðum," segir Steinþór en húsið handan götunnar blasir við skrifstofu hans. "Ég sé að fólk er að flytja úr húsinu og stúlkurnar í afgreiðslunni hjá mér segja að ég verði bara að kaupa húsið til að bjarga málum. Ég fer eitthvað að kanna málið og get náttúrlega ekki annað en tekið þessari áskorun stelpnanna. Og það gerist klukkutíma síðar að ég er búinn að festa kaup á húsinu og þar höfum við rekið gistiheimili síðan."

Nefna má annað dæmi um hugmynd sem hrint er skyndilega í framkvæmd og tengist að vísu ekki húsnæðisvangaveltum heldur nafni. "Mér fannst ekki hægt annað en að varðveita orðið Keflavíkur og það gat ég best gert með því að fá einkaleyfi á nafninu Reykjanesbær til að ekki væri hægt að nota það á bæinn. Ég brunaði inneftir til að fá einkaleyfi á nafnið sem firmanafn. Ég man alveg að hugmyndin kviknaði um klukkan tvö eftir hádegi og klukkutíma síðar var ég búinn að skrá það. Hefði ég gert það morguninn eftir hefði það verið of seint!" En Steinþór má enn bíða eftir því hvort hann heldur einkaleyfi á nafninu - það er enn til skoðunar í firmaskrá.

Í kjölfar þessa komu síðan ýmsar tilfæringar: Gamla Ofnasmiðjuhúsnæðinu í kjallaranum er breytt í verkstæði og síðar er einnig sett þar upp ljósastofa, yfirbyggða portið er gert að bílahóteli, gamla upphaflega húsið er orðið að Subway matsölustað og þar er einnig Kína "take-away" staður, morgunverðarsal hótelsins hefur verið breytt í veitingastaðinn Sólsetur og nú er morgunverður borinn fram í glerhýsinu sem áður var við Iðnó eins og lesendur þekkja og er þar enn ein hugmynd hótelstjórans, Café Iðnó sem hann hrinti í framkvæmd í sumar. Steinþór segir hvernig hún kom til:

Vildi kaupa glerhúsið
"Við hjónum vorum að keyra Fríkirkjuveginn fyrir tveimur árum þegar því laust skyndilega niður í hugann að skemmtilegt væri að kaupa glerhúsið. Þetta var áður en nokkuð var farið að tala um að taka það niður. Ég þreifaði á hugmyndinni og þegar ljóst var að menn vildu taka glerið niður bauð ég í það og fékk. Við byggðum undirstöður hér við hótelgaflinn og tengigang við líkamsræktarstöðina og sér inngang þannig að nú er bæði innangengt í hana úr hótelinu og frá götunni. Þá komum við fyrir þvottahúsi fyrir í kjallaranum og allt þetta gerðum við fyrir kringum þrjár milljónir króna."

Sammerkt með þessum veitingastöðum og líkamsræktarstöðinni er að Steinþór leggur þeim til húsnæðið og á jafnvel hluta búnaðarins en leigjendurnir sjá alveg um reksturinn. Síðustu misserin hefur jafnframt verið unnið að ýmsum lagfæringum og breytingum á hótelinu sjálfu, ný herbergi tekin í notkun, önnur endurnýjuð og segir Steinþór að sífellt sé verið að á því sviði.

Hann nefnir að stundum hafi þeir rekið sig á erfið ákvæði í lögum og reglum og nefnir sem dæmi vörulyftu sem ætlunin hafi verið að setja milli hæða. Búið er að teikna og fá viðurkenningu á að lyftan, sem þeir hanna og hyggjast smíða, sé brúkleg en í reglum segir þó að lyftur sem þessar skuli vera af viðurkenndri gerð. Steinþór segir það þýða að vörumerki þekkts framleiðanda verði að vera á lyftunni og því sé ekki ljóst hvernig leysa eigi málið.

Hóf sjálfur að mála myndir
Og enn má nefna eitt tiltækið sem hann tók uppá þegar hann var að velta fyrir sér að lífga meira uppá húsnæðið að innan. "Okkur þótti vanta eitthvað á skreytingar og ég leitaði eftir kaupum á málverkum og annarri myndskreytingu. Mér fannst hins vegar sett upp fullmikið verð, raunar alltof hátt verð svo ég fór að reyna við þetta sjálfur. Keypti trönur, liti og fékk smá tilsögn í búðinni um litameðferðina og byrjaði að mála," og má sjá myndir hans á göngum og herbergjum. Eru það aðallega landslagsmyndir en á milli má sjá abstrakt myndir einnig. Að lokum er ekki úr vegi að spyrja hvað sé að gerjast með Steinþóri um þessar mundir:

"Nýjasta hugdettan er sú að reyna að taka lífinu með meiri ró, hætta að vinna 15 til 16 tíma á dag og taka meiri tíma til að sinna fjölskyldunni. Ég hugsa bara að ég láti verða af þessu!" segir Steinþór að lokum.

Morgunblaðið/jt

GLERHÚSIÐ komið á sinn stað sem Café Iðnó á bak við Steinþór Jónsson hótelstjóra.

AUK kaffihússins er glerskálinn nýttur sem morgunverðarsalur fyrir hótelið.

ALLTAF má finna ný hlutverk fyrir húsnæði og nú eru reknir veitingastaðir og líkamsræktarstöð þar sem einu sinni voru bílahótel og Ofnasmiðja Suðurnesja.

ÞAR sem Steinþóri þótti heldur kostnaðarsamt að kaupa myndverk af öðrum til að skreyta hótelið tók hann sig bara til og málaði sjálfur nokkra tugi mynda.Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is