Steini.is - Ræða - Ljósalagið 2002
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Ræða - Ljósalagið 2002

 

Kæru bæjarbúar, tónlistarfólk og aðrir góðir gestir,

Ég vil byrja á að bjóða ykkur hjartanlega velkomin hér í  nýuppgerðan Stapann í Reykjanesbæ. Ég heiti Steinþór Jónsson og er formaður Ljósanætur. Hér kvöld fer nú fram í fyrsta skipti sönglagakeppni um Ljósalagið í tónlistarbænum Reykjanesbæ. Til keppninar bárust hvorki fleirri eða færri en 52 lög og var tíu þeirra boðið áframhaldi þátttaka í keppninni. Eru laga-og textahöfundar þeirra m.a. komnir hingað í kvöld til að fylgjast með frumflutningi laga sinna og bjóðum við þá að stálfsögðu sérstaklega velkomna um leið og við þökkum þeim og öllum fulltrúum þessara 52 laga fyrir þeirra framlag til Ljósanætur. Þáttaka í keppninni fór fram úr björtustu vonum nefndarinnar og má því mikið vera ef Ljósalagið verði ekki árlegur viðburður hér í bítlabænum í tengslum við hátíðina.

Ljósalagið sem valið verður hér í kvöld mun síðan verða kynning á hátið okkar Reyknesbæinga en öll lögin 10 sem hér hafa verið valinn munu koma út á geisladisk undir heitinu Ljósanótt 2002. Má því segja að nú þegar hafi fulltrúar valdra laga komið sér á blað í tengslum við menningar- og fjölskylduhátíðina Ljósanótt.

Ljósanótt var fyrst haldinn 1. september árið 2000 og markaði hátíðin nýja stefnu í menningarmálum Reykjanesbæjar á nýrri öld. Samhliða var umhverfislistaverkið, Lýsing Bergsins, vígt og er lýsingin í dag undirtón og táknmynd fyrir hátíðina. Þann dag voru um 10000 manns samankomin í bænum okkar og í fyrra hafði talan hvorki meira en minna en tvölfaldast þ.e. 20000 manns sem tóku þátt í dagskránni sem náði hápunkti með stórglæsilegri flugeldasýningu. Það skemmtilega við þennan fjölda er að þarna eru auk bæjarbúa og góðra gesta samankomin fjöldi brottfluttra bæjarbúa, ættinga og góðra vina.

Menning er einn af mikilvægustu þáttum í samfélagi manna og með tengingu við daglegt líf og fjölskylduna erum við að byggja á undirstöðuþörfum mannsins þ.e. að koma saman og njóta lífsins hver á sinn hátt. Þannig er það íslenskri þjóð mikilvægt að uppgötva menningu í daglegu lífi og miðla af reynslu sinni til annara eins gert er á Ljósanótt í Reykjanesbæ.

Ljósanótt 2002 verður haldinn fyrsta laugardaginn í september sem ber upp á þann sjöunda í ár. Ljósanefndin er sú sama og s.l. ár og er því vel skipuð einstaklingum með þekkingu og mismunandi áherslu á viðfangsefninu. Með því tryggjum við að allir bæjarbúar svo og aðrir gestir finni eitthvað við sitt hæfi en menning og listir skipa stóran þátt í hátíðinni eins og gefur að skilja og verður Ljósalagið nú stór þáttur í  þeirri flóru. Í ár verða atriði hátíðarinnar á dagskrá frá fimmtudegi til sunnudags með hápunkti á laugardegi eins og áður.

Kæru gestir, það er því með miklu stolti og ánægju af fá hér tækifæri til að tilkynna formlega um komu Íslendings til Reykjanesbæjar á Ljósanótt 7. september, nánar tiltekið kl. 21,45.  Segja má að koma skipsins verði því þriðja framkvæmdin sem tengdist Ljósanótt en eins og allir vita var lýsing Bergsins vígð á fyrstu Ljósanóttinni  og í fyrra var minnismerki um látna sjómenn vígt. Nú í ár siglir því frækt fley í heimahöfn á tilkomumikinn hátt með undirspil Ljósalagsins, sem við ætlum að velja hér saman í kvöld, auk glæsilegrar flugeldasýningar og geisla Bergins í bakgrunni.

Það er einlæg trú mín að með settum markmiðum Ljósanætur verði hátíðin sú sem við höfum nú þegar upplifað til langrar framtíðar. Mikilvægast er að allir bæjarbúar séu virkir þátttakendur og leggi sitt af mörkum með endurgjaldi hrifningar og hláturs gesta að launum. Hér í dag hefjum við þá vinnu með aðstoð laga- og textahöfunda sem lagt hafa sitt að mörkum með sínum lögum og texta.  Við erum saman komin til að kveikja á nýjum þætti í hátíðinni sem er Ljósalagið 2002 enda vel við hæfi að gera tónlist hátt undir höfði hér í Reykjanesbæ en eins og sést best á glæsilegum viðtökum í keppninni er grasrótin í bítla- og tónlistabænum mjög sterk og efnileg og þeir gömlu góðu,- þeir eru sko enn að.

* Ein litla gamansögu ætla ég að láta fylgja. Eitt af verkefnum Reykjanesbæjar fyrir þessa ljósanótt var umhverfisverkefni þar sem lögð var áhersla á hreinsun bæjarins. Með nýjan og efnilegan bæjarstjóra í brúnni, Árna Sigfússon, var átakinu ýtt úr vör og allir sem vettlingi gátu valdið fegnir með í átakið. Það er mér minnisstætt þegar ég ásamt Árna og tæknifræðingi bæjarins vorum að keyra um hverfin að kanna stöðu mála og sáum okkur til mikilar gleði nokkra menn sem voru í óða önn að mála eitt stærsta fiskvinnsluhús bæjarins í fallegum litum. Án þess að fá nokkru við ráðið hafði Árni stokkið út úr bílnum og gengið rösklega til kjósendana.  "Þetta er frábært strákar, sagði hann "þetta er alveg frábært framtak, alveg stórglæsilegt. Það er allt annað að sjá húsið eftir þessa breytingu, hélt hann áfram og baðaði út höndunum. "Hverfið fær nýjan svip og umhverfið tekur stakkaskiptum" sagði hann og lét móðan mása um framtakið með miklum tilþrifum en var þá stoppaður af einum piltinum sem gekk rólega til hans og sagði "Excuce me sir, do you be any change speak english."

Kæru gestir. Í lokin vil ég nota tækifærið og þakka sérstaklega aðstandendum Ljósalagsins, ljósanæturnefndinni, rekstaraðilum Stapans, fjölmörgum styrktaraðilum og þátttakendum öllum fyrir þeirra framlag hér í kvöld. Við skulum njóta kvöldsins og þeirra veitinga sem fram verða bornar hér í þessu glæsilega húsi. Við skulum síðan halda áfram að vera metnaðarfull og gera Ljósanótt, menningar- og fjölskyldudaga Reykjanesbæjar af einni glæsilegustu hátið landsins - það gerum meðal annars með Ljósalaginu og aðstoð ykkar allra.

Takk fyrir.

Ég kalla þá fram á svið kynni kvöldsins - hina geysivinsælu útvarpskonu Önnu Björk Birgisdóttir og hún mun nú taka við stjórninni. Við skulum gefa henni gott klapp.

 




Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is