Steini.is - Ávarp í upphafi Ljósanætur - Boxkeppni
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Ávarp í upphafi Ljósanætur - Boxkeppni

Ávarp - setning Ljósanætur 2003

 

 

Kæru gestir,

 

Ég bíð ykkur velkomin hingað á þennan stór viðburð í íslensku íþróttalífi. Hér á eftir munum við taka á móti frændum okkar dönum í hnefaleikum í upphafi fjölskyldu- og menningarhátíðar Reykjanesbæjar. Við byrjum Ljósanóttina í ár með miklum látum.... bráluðu veðri og hnefaleikum en munum enda hana í sólskini og með góðum sigri.

 

Í upphafi voru markmið Ljósanætur skýr. Að skapa skemmtilegt umhverfi þar sem menning væri fyrir alla.  Í mínu huga er það menning að hittast og sjá mannlífið í kringum sig. Í þannig umhverfi fá listviðburðir eins og málverkasýningar, tónlist, leiklist og fleira að njóta sín auk þess að kalla fram nýja upplifun hjá gestum og gangandi. Það er að skapa umhverfi þar sem fólk vill hittast og safnast saman eins og raunin er hér hjá okkur í kvöld. Þess vegna segi ég - hnefaleikar eru líka menning - menning okkar í Reykjanesbæ. Þess vegna er vel við hæfi að hefja þessa hátíð hér í kvöld. 

 

Dagskráratriðum hefur fjölgað til muna og tekur dagskráin mið af öllum aldurshópum og er í senn bæði menningarleg og skemmtileg. Má þar fyrst nefna þessa hnefaleikakeppni hér í kvöld þar sem danskir boxarar keppa við þekkta hnefaleikakappa úr Reykjanesbæ. Á föstudagskvöldið verður Ljósalag 2003 valið í Stapa en 85 lög bárust í Ljósalagskeppnina í ár. Valið verður úr tíu lögum sem komust í úrslit en þau hafa þegar verið gefin út á geisladisk. Á sunnudaginn verður hápunkturinn leikur Njarðvíkinga og Keflvíkinga í fyrstu deild í knattspyrnu.

 

Þétt dagskrá er á laugardeginum fyrir alla fjölskylduna frá morgni til kvölds og lýkur henni með kvölddagskrá á grasbakkanum við glæsilega Hafnargötuna þar sem minnismerki sjómanna er. Þar hefur verið unnið að  uppfyllingu svo hátíðarsvæðið hefur stækkað til muna. Meðal þeirra sem fram koma eru Bæjarstjórnarbandið og Hljómar úr Keflavík en í byrjun október eru 40 ár liðin frá því hljómsveitin kom fyrst fram. Formlegri dagskrá um kvöldið lýkur að venju með því að kveikt verður á lýsingu Bergsins og flugeldum skotið á loft.

 

 

Kæru gestir,

 

Við íbúar bæjarins höfum yfir mörgu að gleðast hér í dag.

 

Ég gleðst í dag yfir góðum og árangurríkum undirbúningi Ljósanætur sem formaður Ljósanæturnefndar og hlakka mikið til kvöldsins og helgarinnar.

 

Þá hlýt ég einnig að nota tækifærið og fagna miklum og vel heppnuðum framkvæmdum í umhverfis- og skipulagsmálum í Reykjanesbæ  síðustu mánaða sem formaður í umhverfis- og skipulagsráði. Ég þori að fullyrða að hvergi á Ísland hefur svo miklum og vel heppnuðum umbótum verið hrint í framkvæmd í nokkru sveitarfélagi á svo skömmum tíma eins og við fögnum nú á Ljósanótt. 

 

Og síðast enn ekki síst er ég stoltur í dag í upphafi Ljósanætur af bænum okkar og íbúum hans svo og Ljósanótt sem einn af íbúum Reykjanesbæjar.

 

En eitt get ég sagt ykkur í tilefni dagsins og þessa mikla bardaga sem hér er framundan þá er guðs lifandi feginn að vera ekki Dani hér í kvöld.

 

Það eru stórhuga einstaklingar hér í bæ og ég held að ég halli ekki á nein þegar ég nefni nafn Guðjóns Vilhelm í þessu samhengi hér í kvöld. Hnefaleikaklúppurinn BAG er leiðandi í þessari íþrótt hér á Íslandi og þó víða væri leitað. Kraftur og framsýni einkennir þennan hóp og draumarnir eru ekki af verri endanum - að halda heimsmeistara- og Evrópumót hér á Íslandi og byggja þjóðarleikvang í hnefaleikum.

 

Við skulum ekki gleyma því að Ljósanóttin var fyrst til fyrir sléttum þremur árum og hefur síðan með mikilli samstöðu íbúa vaxið framar öllum vonum - já draumar verða stundum að veruleika.

 

Það mér mikil ánægja og heiður að setja þessa hnefaleikakeppni hér í kvöld - og með þessum orðum segi ég Ljósanótt 2003 setta. Góða skemmtun.




Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is