Steini.is - Betra hótel í dag en það var í gær
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Betra hótel í dag en það var í gær

UNNIÐ hefur verið að endurbótum á Hótel Keflavík í vetur. Hótelið er nú komið í hátíðarbúning enda eru í dag fimmtán ár frá því það var opnað. Hótelstjórinn heldur því fram að stofnun hótelsins hafi markað upphaf ferðaþjónustu á svæðinu og því megi jafnframt minnast afmælis hennar í dag.
Mikill munur er á Hótel Keflavík í dag og fyrir fimmtán árum. Það var opnað í húsnæði Ofnamiðju Suðurnesja sem er í eigu sömu fjölskyldu og var í upphafi einfalt hótel eða gistiheimili. "Pabbi sagði við mig kvöldið áður en við opnuðum að ég ætti að verða hótelstjóri. Ég hafði unnið með honum að uppbyggingunni og vissi að ég myndi reka fyrirtækið en hafði ekki hugleitt hótelstjóratitilinn. En það varð svo að vera, ég kunni ensku," segir Steinþór Jónsson hótelstjóri Hótels Keflavíkur frá upphafi.

Hann var 19 ára þegar hann tók við rekstri Ofnasmiðjunnar með föður sínum, Jóni William Magnússyni, og tveimur árum seinna komu þeir rekstri Hótels Keflavíkur af stað. Þá voru herbergin 32 og allt frekar einfalt í sniðum.


Málverkin eftir hótelstjórann
Síðan hefur stöðugt verið unnið að uppbyggingu hótelsins með stækkun hótelbyggingarinnar og kaupum á hverri hæðinni á fætur annarri í næstu húsum. Þá hefur umbúnaður verið endurbættur smám saman og þjónusta aukin. Þannig voru öll elstu 32 herbergin endurnýjuð í vetur. Hótel Keflavík er nú eitt af bestu hótelum landsins, fjögurra stjarna hótel sem ekki vantar mikið upp á þá fimmtu. Það er með 75 herbergi og sjö til viðbótar í gistiheimili og er því stærsta hótel Suðurnesjamanna.
Í hótelinu eru tíu íbúðir, þar af fimm með setustofu og nuddbaðkerum. Steinþór er stoltur af aðstöðunni sem hann býður upp á, vekur athygli á því að í öllum herbergjum eru geislaspilarar, peningaskápur, buxnapressa, grill, hárþurrka og fleira, auk sjónvarps og kæliskáps sem önnur fjögurra stjarna hótel bjóða upp á.

Líkamsræktarstöð er rekin í kjallara hótelsins og veitingastaðir eru í hótelinu, meðal annars Café Iðnó undir glerþakinu umdeilda frá samnefndu leikhúsi í Reykjavík.

Steinþór og Jón William hafa allan tímann unnið mikið sjálfir að uppbyggingunni og talar Steinþór um uppbygginguna sem þriðja fyrirtækið sem þeir hafi þurft að reka. Og hann hefur sett sinn persónulega stíl á hótelið með hönnun og vali á innréttingum og skrautmunum. Meira að segja eru mörg málverkanna sem eru áberandi á herbergjum og göngum eftir hann sjálfan.


Verðum að vera á tánum
"Við opnuðum á varfærnislegan hátt en höfum allan tímann haft það sem einkunnarorð að gera hótelið betra í dag en það var í gær. Það hefur skilað okkur þessum árangri. Nú höfum við náð því langþráða takmarki að vera komnir með hótelið í það horf sem við viljum. Við verðum þó alltaf að vera á tánum, þessi viðskipti krefjast þess, annars missir maður af lestinni," segir Steinþór.
Ekki höfðu margir trú á hótelhugmynd þeirra feðga í upphafi. Raunar var fyrst ætlunin að koma upp sjúkrahóteli í tengslum við D-álmu sjúkrahússins í Keflavík sem þá stóð til að koma upp. Framkvæmdir við sjúkrahúsið drógust hins vegar á langinn og hún var ekki tekin í notkun fyrr en nýlega. Þurfti því að finna annan viðskiptavinahóp. Fyrir fimmtán árum var mikil uppbygging á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli og fékk hótelið veruleg viðskipti vegna þeirra. Þegar þau minnkuðu þurfti að auka áherslu á ferðamenn. Síðar tókst Steinþóri að fá stjórnendur flugfélagsins Canada 3000 til að hafa áhafnaskipti hér á landi í flugi milli Kanada og Evrópu og fékk hótelið mikil viðskipti út á það í fimm ár, einnig hjá SAS um tíma. Þegar þessi viðskipti féllu niður með því að flugfélagið tók stærri vélar í notkun þurfti enn að leggja áherslu á aukningu annarra viðskipta. Hótelið hefur að sögn hótelstjórarns þurft að sýna mikinn sveigjanleika til að komast í gegn um þessar breytingar. Starfsfólkið þarf að geta þjónað fínustu ráðstefnum á sama tíma og vinnuflokkum.

Hótel Keflavík þjónar bæði innlendum og erlendum ferðamönnum. Þekkt er þjónusta þess við Íslendinga sem eru að fara til útlanda. Hótelið býður þeim gistingu nóttina fyrir flug, að geyma fyrir þá bílana og aka þeim að flugstöðinni. Boðið er upp á þrif á bílunum og jafnvel viðgerðir. Margir erlendir ferðahópar gista fyrstu eða síðustu nóttina á Íslandi í Hótel Keflavík. Nýtur hótelið því nálægðarinnar við alþjóðlega flugvöllinn.

Mikil áhersla hefur verið lögð á að laða að ráðstefnur, fundi og árshátíðir og hefur það tekist, að sögn Steinþórs. Um þessa þjónustu sér nú sérstakur ráðstefnustjóri. Þar er um að ræða jafnt erlenda sem innlenda hópa. Steinþór telur að möguleikar séu til aukinnar markaðssóknar á öllum sviðum starfseminnar.

Að sögn Steinþórs hefur herbergjanýting Hótels Keflavíkur ávallt verið góð og yfir meðaltali hótela í Reykjavík. Nýtingin hefur verið yfir 50% yfir vetrartímann og yfir 80% á sumrin, að jafnaði.


Hugað að landvinningum
Þótt draumur fjölskyldunnar um gott hótel hafi ræst og búið sé að koma hótelinu í það horf sem hún hefur lengi stefnt að vill Steinþór eiga möguleika á stækkun í Keflavík. Hann er einnig farinn að huga að möguleikum í Reykjavík. Hefur meðal annars lagt í mikla vinnu í undirbúning hótels í gömlum húsum við Aðalstræti í samvinnu við Þyrpingu hf. Hefur verið miðað við að hann tæki húsnæðið á leigu og ræki hótelið en viðræðum er ekki lokið.
Telur Steinþór það góðan kost að tengjast hótelrekstri í Reykjavík. Þannig yrði hægt að auka nýtinguna og það kæmi báðum til góða.



Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is