Steini.is - Ræður
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 
Steini.is » Ræður

Ræða Samgönguráðherra
[Annað] - 15.04.2007 -

Fundur í Reykjanesbæ 7.2.2005 um örugga Reykjanesbraut

8.2.2005

Ágætu fundarmenn.

Ég vil þakka Áhugahópi um örugga Reykjanesbraut fyrir að bjóða mér til þessa fundar.

Það er ánægjulegt – en kemur samt ekki á óvart – að finna fyrir þeim mikla áhuga sem fjölmennið hér í kvöld endurspeglar á því að bæta öryggi í umferðinni. Betra vegakerfi er stór þáttur í umferðaröryggi og engum dylst að í þeim efnum skiptir Reykjanesbraut miklu máli

Ég hef átt einstaklega ánægjulegt samstarf við áhugamannahópinn um örugga Reykjanesbraut og vil þakka þeim fyrir frumkvæðið í þessu máli.

Við Íslendingar eigum mikið undir því að byggja upp samgöngukerfi okkar.  Hér á  Suðurnesjum eru bestu samgöngur sem um getur á landinu  – en um leið sannast að lengi má gott bæta og betur má ef duga skal. Reykjanesbrautin mun þurfa að taka við umtalsverðri umferðaraukningu á komandi árum samhliða auknum ferðamannastraumi um Leifsstöð, auknum vöruflutningum frá Reykjanesi, vaxandi fólksfjölda og fyrirsjáanlegri fjölgun þeirra sem atvinnu sinnar vegna munu aka Reykjanesbrautina daglega til og frá vinnu.

Ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á að bæta aðstöðuna fyrir millilandaflugið.  Liður í því er að byggja upp bætta móttöku  í flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Þar hefur verið fjárfest fyrir háar fjárhæðir.  Á síðast ári og þessu ári verður fjárfest fyrir 3 milljarða í endurbótum, sem skipta miklu máli fyrir afkastagetu flugstöðvarinnar.   Fjárfesting í Flugstöðinni  er  mikilvæg fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum.

Slíkar staðreyndir styðja við þá ákvörðun að halda áfram með tvöföldun Reykjanesbrautarinnar.

En það eru víða verkefnin sem samgönguráherra verður að huga að.

Umferðin eykst reyndar um allt land og krafan er eðlilega bættar samgöngur í öllum landshornum.

Eftir að strandsiglingar skipafélaganna lögðust af  er enn nauðsynlegra en áður að byggja upp vegakerfið með ströndinni milli byggðarlaga og tryggja öryggi vegfarenda í ört vaxandi umferð.

Hvarvetna er kallað eftir framkvæmdum.

Sá vilji stjórnvalda, sem komið hefur fram í þeim framkvæmdum sem lokið er við fyrsta áfanga tvöfaldrar Reykjanesbrautar, liggur fyrir og var sú ákvörðun að ráðast í tvöföldun Brautarinnar tekin þrátt fyrir að Reykjanesbrautin sé ekki fjölfarnasti vegur landsins. 

Til samanburðar fara rúmlega 37 þúsund bílar á sólahring um Reykjanesbraut við Smáralind, 23 þúsund bílar fara um Reykjanesbraut í Garðabæ, tæplega 19 þúsund bílar fara um Vesturlandsveg í Mosfellsbæ og á níunda þúsund bílar fara um Suðurlandsveg við Geitháls á hverjum sólarhring.  Á sama tíma fara vel á níunda þúsund bíla á sólarhring um hina eiginlegu Reykjanesbraut sem hér er til umræðu.

Af þessu má glöggt sjá að samanborið við nefnda vegi er meiri þörf fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar en fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar og mun meiri þörf fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar ef umferðarþunginn er notaður sem eini mælikvarðinn.

Engu að síður er mikill vilji til þess að auka öryggið á brautinni og það hefur verið gert með tvöföldun þess hluta sem tekin var í notkun 29.júlí á síðasta ári og kostaði rúmar ellefuhundruð milljónir, en sá kafli er 12,1 km. Síðasti áfanginn hingað suður eftir er 10,5 km og er áætlað að hann kosti tæpa tvo milljarða með mislægum gatnamótum. Þá er eftir að tvöfalda Reykjanesbrautina í Hafnarfirði, Garðabæ og  Kópavogi.

Þrátt fyrir þetta hefur verið  tekin ákvörðun um að tvöfalda Reykjanesbrautina.  Tel ég vera fullgild rök fyrir þeirri ákvörðun.  Framundan er að setja af stað  útboð á næsta áfanga. Í ljósi þess tel ég skynsamlegt að bjóða út í einu lagi það sem eftir er og meta framkvæmdahraðann á grundvelli þeirra tilboða sem berast. Fáist hagstæð tilboð verður þess ekki langt að bíða að við getum fagnað verklokum. 

Fram að þeim tíma verða allir ökumenn  að leggja sig fram um að gæta öryggis og hvetja til góðaksturs. Verum minnug þess að mörg alvarlegustu slysin verða vegna hraðaksturs.

Strengjum þess heit að vinna saman að því að brautin verði slysalaus.

Með sama hætti og Suðurnesjamenn hafa verið öflugir þátttakendur í því að efla öryggi sjófarenda vil ég skora á ykkur að taka höndum saman og tryggja öryggi í umferðinni.  Hvert og eitt okkar verður að finna til ábyrgðar minnug þess að hver er sinnar gæfu smiður í umferðinni.

Við Steinþór Jónsson og hans áhugasama lið vil ég segja: ,,Takið fram skófluna góðu". Það verður fljótlega þörf fyrir hana til þess að hefja mokstur við síðasta áfangann við tvöföldun Reykjanesbrautar á Suðurnesjum. En sýnið okkur vegamálstjóra og þingmönnum áfram þolinmæði við það verkefni að leita hagkvæmustu kosta við það mikilvæga verk að byggja upp vegakerfið á Íslandi í samræmi við efnahagslega getu okkar en eins hratt og nokkur kostur er.  Það er sameiginlegt verkefni okkar, og þingmanna ykkar, sem hafa frá upphafi staðið með framkvæmdinni sem einn maður, hvar í flokki sem er.

Ágætu fundarmenn, að lokum þetta: Ég hef tekið þá ákvörðun, að höfðu samráði við fjármálaráðherra, formann og varaformann samgöngunefndar, að verkið verði boðið út nú í vor þegar samgönguáætlun liggur fyrir, og þá í heilu lagi. Verklok munu  ráðast af þeim tilboðum sem berast.Til baka
Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is