Steini.is - Ræður
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Ræður

Ræða við víslu tvöfaldrar Reykjanesbrautar
[Annað] - 20.10.2008 -

Samgönguráðherra, Kristján Möller, Forseti Alþingis Sturla Böðvarsson, þingmenn, sveitarstjóranarmenn og aðrir góðir gestir.

Það er með mikilli ánægju og stolti sem ég fyrir hönd áhugamanna um tvöföldun Reykjanesbrautar býð ég ykkur velkomin á þess gleðistund hér í Fjölbrautarskóla Suðurnesja í tilefni vígslu á tvöfaldri Reykjanesbraut.

Í dag eru við hér saman komin til að fagna langri baráttu - en það var árið 2000 sem Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut hóf baráttu sína með samstöðu allra íbúa svæðisins fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar en þar á undan höfðu margir mætir menn lagt sitt á vogaskálarnar í þessu mikilvæga verkefni. Nú átta árum síðar fögnum við ekki bara vígslu brautarinnar heldur einnig þeim gríðarlega árangri sem þessi framkvæmd hefur skilað í fækkun umferðar- og banaslysa, en ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar í tæp fimm ár. Þá er okkur öllum nú þegar ljóst mikilvægi brautarinnar sem öflugt samgöngumannvirki á milli höfuðborgarinnar og Reykjaness.

Okkur öllum er saga og fortíð brautarinnar ljós. Slysatíðni var há og að baki þeim býr mikil sorg og sársauki þeirra sem hafa þurft að horfa á eftir foreldrum, börnum, systkinum og öðrum ástvinum. Það er minning þeirra og kraftur sem dreif okkur okkur áfram og kláraði málið.

Enn öll berum við jafna ábyrgð á því að koma í veg fyrir slys. Með því að draga úr ökuhraða og sýna ýtrustu gætni getum við dregið verulega úr slysatíðinni. Að sama skapi geta stjórnvöld lagt stóran skerf af mörkum með aukinni löggæslu bættum vegum og öðrum umbótum - og það er okkar allra að fylgja því máli eftir.

Það ætti að vera okkur öllum hvatning í dag á erfiðum tímum í þjóðfélagi okkar að minna okkur á hvernig samstaða íbúa Reykjaness og landsins alls hefur í dag skilað fullnaðar sigri í þessu stóra verkefni og ætti að hvetja okkur til dáða í þeim miklu verkefnum sem við nú stöndum frammi fyrir. Þetta er stór dagur fyrir íbúa svæðisins sem og landsmenn alla.

Ég hef undafarna daga verið að skoða hundruði greina og fleira efni sem ég hef haldið til haga frá upphafi á heimasíðu minni - rifjað upp daginn sem við lokupum brautinni, héldum fræga borgarafundinn í Stapa, söfnuðum 9000 undirskiftum, rifjað upp hátt í 50 uppákomur s.s. fjölda verkfunda með fyrrverandi samgönguráðherra, einstökum fundi með dómsmálaráðherra Sólveigu Pétursdóttur þar sem lögreglan, sýslumenn, Vegagerðin og Umferðarstofa mættu, daginn sem við fórum út á brautina og dreifðum 2000 bílabænum og gáfum bílstjórum blóm. Rifjað upp Reykjavíkurferðirnar þar sem við mættum á útboðsfundi Vegagerðarinnar og gáfu verktökum kaffi og kökur, fyrstu skólfustunguna, tertuna frægu sem við gerðum í tilefni opnunnar fyrsta áfangans og svo mætti lengi telja.

Einu sinni kom frá okkur grein þar sem stóð í stað "áskorun um tvöföldun Reykjanesbrautar" þá stóð fyrir mistök "áskorun um tvöföldun Reykjanesbæjar" - Ég held að okkur hafi í dag tekist hvoru tveggja.

Einn af þingmönnunum spurði mig á fyrri stigum: "Hver er þessi hópur sem kallar sig áhugmenn um örugga Reykjanesbraut?" -"Ég svaraði engu þá en en svarið honum á Borgarafundinum mikla. Horfði yfir salinn með yfir þúsund manns og sagði "-"Kæru ráðherrar og þingmenn - hér hafið þig hópinn sem kallar sig áhugamenn um örugga Reykjanesbraut", "Hér er fólkið sem vil vinna með ykkur að þessu brýna verkefni." Að þessum orðum sögðum kvað við mikið lófaklapp og við í áhugahópnum vorum komnir með fullan tank af bensíni til að klára baráttuna sem við fögnum hér í dag - átta árum síðar.

Ég vil nota tækifærið og þakka sérstaklega vinum mínum og félögum í Áhugahópnum fyrir allan tímann sem þeir hafa lagt í þetta mikilvæga verkefni, kraftinn sem þeir hafa gefið mér og öðrum til að fylgja málinu eftir svo ekki sé minnst á skemmtilegar samverustundir og uppákomur. Það er mér persónulega mikil heiður að hafa fengið að vinna með þessum kraftmikla hóp sem með ómældri vinnu síðustu árin hefur sýnt stuðning sinn við tvöföldun Reykjanesbrautar í verki. Það er ekki nóg að styðja málefnin, það þarf að VINNA og FRAMKVÆMA. Það hafið þið gert!

Ég vil líka þakka núverandi samgönguráðherra Kristjáni Möller að hafa fylgt málinu síðast spölin og minni hann á að keflið góða sem við færðum honum á nú að finna nýjan farveg þar sem næstu verkefni í tvöföldun Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar liggja fyrir, ég vill þakka forseta Alþingis Sturlu Böðvarsyni og fyrrverandi samgönguráðherra ótrúlegan samstarfsvilja og vinahug í framkvæmdinni allri frá upphafi um leið og ég skora á þig sem forseta Alþingis að tryggja Samgönguráðherra nægt fé til góðra verka. Ég þakka núverandi verktaka Ístaki fyrir hröð og fumlaus verk til að ljúka þessu verki. Það er líka ástæða það þakka þingmönnum öllum, og þá sérstaklega Árna Ragnari heitum sem lagði þessari framkvæmd mikinn lið, Árna Matthiasen, Árna Johnsen, Kristjáni Pálssyni, Hjálmari Árnasyni og Björk Guðjónsdóttur, sveitarstjórnarmönnum á svæðinu, vegamálastjóra, Vegagerðinni með Jónas Snæbjörnsson í fararbroddi sem og íbúum svæðinsins sem eru í dag stærstu hetjurnar.

Í dag skulum við fagna, á morgun er tími fyrir næstu verk.

Til hamingju með daginn - takk fyrir.

 

*******************

Ég vil í framhaldi af þessu biðja félaga mín að taka hér við samsettri mynd sem ég lét útbúa á sínum tíma og gaf Samgönguráðherra Sturlu Böðarsson - sem ég óska einnig eftir að fá hingað upp.

Einnig við ég biðja Jónas Snæbjörnsson frá Vegagerðinni að koma hér upp.

Ég vil einnig biðja fulltrúa Suðurlands og Vesturlands að koma hér upp og þiggja baráttukveðjur frá áhugahópnum.



Til baka




Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is