Steini.is - Ræður
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Ræður

Minningarstund í Kúagerði 30. nóv 2003
[Annað] - 30.11.2003 -

Reykjanesbraut – þjóðbraut allra landsmanna.

 

Þessi stund hér í Kúagerði 30. nóvember markar þriggja ára tímabil frá hörmulegu slysi á Reykjanesbraut sem varð upphaf baráttu áhugahóps um örugga Reykjanesbraut. Með því tók áhugahópurinn upp verkefni sem barist hafi verið fyrir af ýmsum þingmönnum og góðum einstaklingum í meira en áratug.

 

Hér viljum við með friðarkertum  sýna á táknrænan hátt stöðu Reykjanesbrautarinnar í dag.

* 49 logandi friðarkerti: Frá árinu 1964 til 30. nóvember 2000 höfðu 49 einstaklingar látist á Reykjanesbraut  

*  11 logandi friðarkerti: Á síðustu 3 árum, eða rúmum þúsund dögum síðar, hafa 11 einstaklingar látist

* Ótendruð friðarkerti: Það kostar um einn milljarð króna að koma í veg fyrir tendrun nýrra kerta í þessu samhengi.

 

Aðrar staðreyndir og punktar.

 

·                    Reykjanesbraut var opnuð fyrir umferð 1964. Síðan þá hafa 60 látist.

·                    Á þessu ári hafa 6 einstaklingar látist í jafnmörgum slysum og er árið 2003 það ljótasta í sögu brautarinnar. Er hér um að ræða tæplega þriðjung allra dauðaslysa á Íslandi í ár og á brautin sér enga hliðstæðu í vegakerfinu. Auk þess hafa fjölmargir slasast alvarlega og munu aldrei bíða þess bætur.

·                    11 einstaklingar hafa látist á síðustu 3 árum þ.e. einn einstaklingur látist að meðaltali með um það bil 99 daga millibili á síðustu þremur árum.

·                    Öll dauðaslys á þessu ári má rekja til einfaldrar Reykjanesbrautar þar sem bifreiðar mætast úr gagnstæðri átt.

·                    Áhugahópurinn var stofnaður í lok árs 2000 og hélt sinn fyrsta borgarafund 11. janúar 2001. Fleiri uppákomur fylgdu í kjölfarið. Fyrsta skóflustunga af Reykjanesbraut var tekið 11. janúar 2003.

·                    Áhugahópurinn hefur aldrei borið framkvæmdir við Reykjanesbraut við aðrar framkvæmdir á Íslandi en styður allar framkvæmdir sem stuðla af bætri umferðarmenningu og fækkun slysa.

·                    Áhugahópurinn vill koma á framfæri að gott samstarf við Samgönguráðherra og þingmenn svæðisins hefur tryggt góðan gang í fyrsta áfanga en telur seinni áfanga verksins ekki tryggðan nema með frekari stuðningi þeirra svo og annara þingmanna.

·                    Fullyrðingar áhugahópsins um hagstæð verð og verkhraða hafa staðist og gott betur. Núverandi tilboð voru um 60% af kostnaðaráætlun og eru verktakar um 6 mánuðum á undan áætlun.

·                    Seinni hluti Reykjanesbrautar hefur verið hannaður og er tilbúin til útboðs.

·                    Verktakar gætu klárað allt verkið á rúmu ári og fjármagnað sé þess óskað.

·                    Ef skýr svör um fyrstu skref í öðrum áfanga koma ekki fram fyrir lok ársins mun hópurinn standa fyrir borgarafundi um málið 11. janúar 2004.

 

Áhugahópurinn mun ganga hart fram um að þau loforð sem gefin voru á landsfrægum borgarafundi í Stapa 11.janúar 2001 verði efnd. Við köllum hér með eftir stuðningi allra landsmanna, þingmanna og fjölmiðlamanna til að fylgja þessari mikilvægu baráttu til enda.

 Mannslíf okkar eru í veði.



Til baka




Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is