Steini.is - Kennaraverkfall
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Kennaraverkfall


Ég á erfitt með að skilja afhverju slitnað hafi upp úr viðræðum fulltrúa kennara og sveitarfélaga sérstaklega þegar upplýsingar um hvað var í boði og hvað bar í milli lágu fyrir. Flest allir eru sammála um að laun kennara ættu að vera hærri. Að mínu mati er full samstaða um að gera eins vel og kostur er. Hitt er annað að í öllum málum eru takmörk fyrir hvað hægt er að ganga langt hverju sinni. Í því sambandi verður að skoða hvað launagreiðandi þ.e.a.s. sveitarfélögin geta gert og hvað sú niðurstaða leiðir af sér. Þegar samningar við kennara liggja fyrir má ljóst vera að aðrir umbjóðendur sveitarfélaga krefjast sömu hækkana. Einnig hafa fulltrúar ASÍ og Starfsgreinasambandsins sagt að ef samningar nú verði hærri en umbjóðenda þeirra muni samningsforsendur bresta! Þetta þýðir að verðbólga þýtur upp og allir, líka þeir sem nýbúnir eru að fá launaleiðréttingu, lenda í hækkunum varðandi þau lán s.s. húsnæðislán og fl. Þess vegna er mikilvægt að launþeginn, kennarar í þessu tilfelli, gangi ekki yfir þolmörk hagkerfisins og finni kröfum sínum stað þar sem hagsmunum þeirra sjálfra er best borgið.
Að sjálfsögðu bera stjórnvöld sína ábyrgð. Eftir helgi mun nýr forsætisráðherra funda með kennurum og verður fróðlegt að sjá hvað hann hefur fram að færa. Ríkið ákveður tekjustofna sveitarfélaga og setur kröfur sem sveitarstjórnum ber að uppfylla.
Skólamál hafa á síðustu árum fengið aukið vægi í Reykjanesbæ og hefur margt verið gert til að efla hið mikla starf sem unnið er í grunnskólum bæjarins og ætlunin er að halda því starfi áfram. Við upphaf bæjarstjórnarfundar 5. október sl. ítrekuðu kennarar í bæjarfélaginu, sem fjölmenntu á fundinn, þetta góða starf á einstakan hátt með þakkaryfirlýsingu til bæjaryfirvalda og lögðu um leið áherslu á að við værum samherjar þótt verkfall væri. Tók bæjarstjóri undir þetta sjónarmið fyrir hönd bæjarfulltrúa og þakkaði kennurum bæjarins góð störf. Víst er að ef þessi skilningur væri fyrir hendi hjá fulltrúum kennara og sveitarfélaga í samninganefnd væri niðurstaðan önnur en hún er í dag og aðilar væru löngu búnir að finna þann gullna meðalveg sem allir góðir samningar ættu að enda á.      



Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is