Steini.is - Pistlar
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Pistlar

Spjallþráður - Ekkert banaslys á Reykjanesbraut
[Annað] - 03.11.2005 -

Ekkert banaslys á Reykjanesbraut í 14 mánuði

 
Senda inn nýjan spjallþráð   Senda svar á spjallþráð    Blýfótur.is » Spjall umræðuhópur -> Bílaspjallið
Sjá síðustu spjallþræði :: Sjá næstu spjallþræði  
Höfundur Skilaboð
bjarkih
Fjórði gír


Skráður þann: 05 Sep 2004
Innlegg: 189
Staðsetning: Svíþjóð

InnleggInnlegg: Lau Júl 16, 2005 4:48 pm 
Efni innleggs: Ekkert banaslys á Reykjanesbraut í 14 mánuði
Svara með tilvísun

Þetta ætti nú að sína stjórnvöldum að það er seint hægt að eyða of miklum peningum í vegabætur!

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1149170

Tilvitnun:
Ekkert banaslys á Reykjanesbraut í 14 mánuði

Ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut frá því að opnað var fyrir umferð um tvöfaldan hluta hennar fyrir um 14 mánuðum en á sama tímabili þar á undan létust sjö einstaklingar í jafnmörgum banaslysum.

Þetta kemur fram í grein sem Steinþór Jónsson, hótelstjóri og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, skrifar í Morgunblaðið í dag. Segir hann að tvöföldun Reykjanesbrautar hafi aukið umferðaröryggi gífurlega, þrátt fyrir að aðeins fyrri áfanga brautarinnar sé lokið. Hann bendir á að 63 hafi látist á Reykjanesbraut á síðustu 40 árum og að hlutfall þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega hafi aukist hlutfallslega mest á árunum 1999-2003. Hins vegar hafi enginn látist eða slasast alvarlega frá því að tvöfaldi kaflinn var tekinn í notkun fyrir rúmu ári.

Steinþór telur að vegrið á tvöfaldri Reykjanesbraut séu nauðsyn og að annað væri kæruleysi og jafnvel óskhyggja um örugga framtíð. Bendir hann á umferðaróhapp sem varð á Reykjanesbrautinni fyrir skömmu þar sem ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á tvöfalda kaflanum og endaði hinum megin á veginum, þrátt fyrir að ellefu metrar séu á milli akreina á tvöfalda kaflanum.

_________________
Bjarki
E34 540 Touring '96
Til baka efst á síðu
Sjá uppsetningu notanda Senda einkapóst  
Porsche
Sjötti gír


Skráður þann: 18 Okt 2004
Innlegg: 636
Staðsetning: Reykjavíkin

InnleggInnlegg: Lau Júl 16, 2005 11:21 pm 
Efni innleggs: Re: Ekkert banaslys á Reykjanesbraut í 14 mánuði
Svara með tilvísun

Bara ef það væri hægt að hafa þjoðveginn tvöfaldan Ranghvolfir augum
Til baka efst á síðu
Sjá uppsetningu notanda Senda einkapóst  
Kiddi
Sjötti gír


Skráður þann: 31 Ágú 2004
Innlegg: 711
Staðsetning: Fastur!

InnleggInnlegg: Lau Júl 16, 2005 11:44 pm 
Efni innleggs:
Svara með tilvísun

Mér finnst að það eigi að sleppa öllu þessu helvítis rugli með að malbika einhvern veg þvert yfir hálendið og gera hringveginn almennilegan, tvöfaldan eða 2+1. Þeir sem eru að spá í þessum kjalveg fatta ekki að það er ekki nóg að byggja góðan veg þar, það þarf líka að hafa góða vegi að þeim vegi og svoleiðis er það ENGAN veginn í dag þarna í uppsveitum árnessýslu. Síðan vil ég auðvitað hafa mínar torfærur í friði Snarbrenglaður

Vita þessir menn eitthvað um veðurfarið þarna uppfrá? Gera þeir sér grein fyrir því hvað þessi vegur verður mikið lokaður á veturna. Það er ekki nóg að skafa hann, þarna getur líka það hvasst að tómur gámaflutningabíll myndi hæglega breytast í fljúgandi furðuhlut með 18 hjólum Ranghvolfir augum svo ég tali nú ekki um hálkuna Ráðvilltur
_________________
Kristinn Magnússon

Jeep Wrangler '87
Til baka efst á síðu
Sjá uppsetningu notanda Senda einkapóst  
Aero
Þriðji gír


Skráður þann: 10 Okt 2004
Innlegg: 93

InnleggInnlegg: Mán Júl 18, 2005 12:10 am 
Efni innleggs:
Svara með tilvísun

Þetta er náttúrulega frábærar fréttir.
Það er svaðalega umferð á þessum vegi og hefur hann þurft á þessari tvöföldun.
Mér finnst líka frábær þessi uppbygging í bænum. (Ég er þá að tala um gatnarmót.)
En tvöföldun á öllum þjóðveginum er mjög dýr framkvæmd og tel ég að ekki sé þörf á því eins og staðan er í dag. Eins og Kiddi var að tala um.
_________________
900 Turbo 88"
Til baka efst á síðu
Sjá uppsetningu notanda Senda einkapóst  
Kiddi
Sjötti gír


Skráður þann: 31 Ágú 2004
Innlegg: 711
Staðsetning: Fastur!

InnleggInnlegg: Mán Júl 18, 2005 7:44 pm 
Efni innleggs:
Svara með tilvísun

Auðvitað er tvöföldun á hringveginum alveg út í hött núna, þegar það er varla hægt að kalla hann einbreiðan. Ráðvilltur
Mér finnst bara að það eigi að klára þennan hringveg (já hann er ókláraður!) ÁÐUR en menn fara að vaða út í einhverja aðra vegi, sem verða síðan væntanlega jafn mjóir og hættulegir ef ekki hættulegri en núverandi vegir! Öskuillur
_________________
Kristinn Magnússon

Jeep Wrangler '87
Til baka efst á síðu
Sjá uppsetningu notanda Senda einkapóst  
moni
Sjötti gír


Skráður þann: 16 Sep 2004
Innlegg: 874
Staðsetning: Njarðvík

InnleggInnlegg: Mið Júl 20, 2005 12:59 pm 
Efni innleggs:
Svara með tilvísun

Já það er bara gott að banaslysum er búið að snarfækka á Reykjanesbraut...

Þar sem ég keyri hana daglega 9 mán ársins og oft í viku yfir sumarið, þá er ég aðeins í minni áhættu...

Ég get ekki beðið eftir fullri tvöföldun...

Svo mætti hringvegurinn vera næstur, alla vega Reykjavík - Akureyri til að byrja með, svo mætti taka suðurlandið líka...
_________________
Gunnar Hans
Truck Fan
Til baka efst á síðu
Sjá uppsetningu notanda Senda einkapóst MSN Skilaboð  
Kalli
Blýfótur


Skráður þann: 12 Ágú 2004
Innlegg: 2480
Staðsetning: Höfuðstaður pönksins

InnleggInnlegg: Mið Júl 20, 2005 4:40 pm 
Efni innleggs:
Svara með tilvísun

Væri ekki lang sniðugast að fara í 2+1 framkvæmdir frekar en tvöföldun á heila klabbinu?
_________________
Karl Gunnarsson
Tilvitnun:
„And if wishes were horses we'd all be eating steak.“ - Jayne Cobb.
Til baka efst á síðu
Sjá uppsetningu notanda Senda einkapóst Senda póst Heimsækja heimasíðu sendanda  
Lindemann
Fjórði gír


Skráður þann: 25 Nóv 2004
Innlegg: 112
Staðsetning: Reykjavík

InnleggInnlegg: Lau Júl 23, 2005 1:53 pm 
Efni innleggs:
Svara með tilvísun

Það þarf kannski ekkert endilega að tvöfalda allt.
En það veitir ekkert af að tvöfalda vissa kafla, eða að minnsta kosti að gera veginn almennilega breiðan og með vegöxlum.

Það er alveg óþolandi að þurfa, ef maður er á bíl sem er aðeins yfir meðalstærð, að fara á sumum stöðunum útaf malbikinu þegar er verið að mæta bílum. Þetta er náttúrulega alveg útí hött á aðal veginum milli Rvk og Akureyrar.

Með tilkomu aukinna þungaflutninga hefur álagið á þessa aumingja vegi aukist mjög mikið svo núna er þetta orðið enn mikilvægara en áður.

Það skiptir ekki máli hversu varlega maður fer, það er stórhættulegt að keyra þessa vegi, maður á ekki að þurfa að treysta á að bíllinn á móti sé með fullkomna athygli við aksturinn, hann gæti verið að glápa útí móa og verið kominn á vitlausan vegarhelming rétt áður en maður mætir honum og þá er mjög líklegt að ´fleiri en einn sé dauður.
_________________
Kv. Jakob
BMW e34 530iA
Til baka efst á síðu
Sjá uppsetningu notanda Senda einkapóst Senda póst  
moni
Sjötti gír


Skráður þann: 16 Sep 2004
Innlegg: 874
Staðsetning: Njarðvík

InnleggInnlegg: Sun Júl 24, 2005 1:58 pm 
Efni innleggs:
Svara með tilvísun

Já það kannski er ekkert endilea ráðið að tvöfalda allann hringveginn, sérstaklega kostnaðarlega, en ég hugsa að ef það yrði gert, þá myndi enginn kvarta... Glaður
_________________
Gunnar Hans
Truck Fan
Til baka efst á síðu
Sjá uppsetningu notanda Senda einkapóst MSN Skilaboð  
GGe
Sjötti gír


Skráður þann: 31 Ágú 2004
Innlegg: 723
Staðsetning: Ísafjörður

InnleggInnlegg: Sun Júl 24, 2005 8:42 pm 
Efni innleggs:
Svara með tilvísun

Það er líka um að gera að laga lægðirnar í malbikinu þarna sumstaðar... ég var einusinni á ferðinni þarna á mínum sportara, ég keyrði svo í poll sem var í hjólförunum án þess að sjá hann(veðrið og birtuskylirðin voru þannig að ég tók ekkert eftir pollinum, leit allt alveg eins út) ... ja, og ég var tæpur þarna...

já og ég tek það fram að ég var eini bíllinn þarna á ferðinni, þannig ég var ekki að skapa neina hættu! verður að fylgja með Blikk
_________________


Til baka




Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is