Steini.is - Pistlar
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 
Steini.is » Pistlar

Að sjá hlutina í öðru ljósi.
[Annað] - 30.05.2005 -

Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, Ólafur Thordersen er vaknaður til lífsins og fer mikinn í síðasta tölublaði Víkurfrétta og segir þar m.a. það vera skyldu sína að upplýsa bæjarbúa um raunverulega stöðu bæjarins.  Ekki vantar upphrópunina í fyrirsögnina sem vísar í rekstartap bæjarins ÁN fjármagnstekna, söluhagnaðar og óreglulegra liða. Og þar sem Ólafur veit að flestir lesa ekki nema fyrirsögnina eða fyrstu línur greina hans er raunveruleg niðurstaða ársreikinga ekki kynnt fyrr en síðar. Óli er þekktur fyrir ágætis húmor og sér hlutina oft  í öðru ljósi en við hin – það gerir hann líka núna.

 

Við sem höldum um stjórnvölinn á Reykjanesbæ höfum á síðustu árum lagt metnað okkar í glæsilega uppbyggingu á öllum sviðum bæjarfélagsins. Þetta vita flestir og eru sammála um að vel hafi til tekist enda fjölgar íbúum og atvinnutækifæri aukast þrátt fyrir mikinn samdrátt hjá Varnaliðinu á sama tíma. En um leið og fólk fagnar uppbyggingu og þakkar aukna þjónustu er eðlilegt að þetta sama fólk spyrji hvernig þetta sé allt hægt og hvað þetta kosti nú allt saman.  Og ekki stendur á fulltrúum minnihlutans að útskýra það á sinn hátt þó þeir viti mikið betur.

 

Í þessu samhengi langar mig í stuttu máli að útskýra einn þátt í niðurstöðu rekstarreiknings sveitarfélaga sem ekki er eins hjá sveitarfélögum og hjá almennum fyrirtækjum þ.e. gjaldfærsla uppbyggingar og lýfeyrisskuldbindinga. Til að auka tekjur sveitarfélags þarf fleiri útsvarsgreiðendur þ.e. fleiri íbúa. Þetta hefur okkur tekist og framtíðarhorfur lofa góðu. Á síðusta ári voru framkvæmdir vegna gatnagerðar og atvinnuuppbyggingar fyrir hundruð milljóna króna gjaldfærðar í reikningingum bæjarins sem og lýfeyrisskuldbindingar sem saman mynduðu töluvert hærri tölu en rekstartap síðasta árs. Lýfeyrisskuldbindingarnar væru skuldfærðar í efnahagsreikning fyrirtækis en ekki gjaldfærðar enda um framtíðarútgjöld að ræða. Í venjulegu fyrirtæki, eins við Óli rekum, hefðu þessar framkvæmdir verið eignfærðar og lýfeyrisskuldbindingarnar ekki gjaldfærðar til framtíðar og fyrirtækið því sýnt góðan hagnað á síðasta rekstarári.

 

Eignarstaða bæjarfélagsins er góð og með stórhuga framkvæmdum sjálfstæðismanna eru tekjur að aukast sem tryggja munu rekstarhagnað bæjarfélagins til framtíðar. Láttum ekki þróttlausar fyrirsagnir minnihlutans stöðva framgang og bjartsýni.Til baka
Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is