Steini.is - Pistlar
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Pistlar

Nú er lag að klára brautina!!
[Annað] - 20.01.2005 -

Í  Morgunblaðinu í gær og í dag var athyglisverð frétt varðandi opnun útboða við gerð Suðurstrandarvegar. Alls buðu 22 verktakar víða að af landin í 5,6 kílómetra kafla. Bæði verðið og þáttakan í útboðinu eru óumdeild vísbending um að að verkefnaskortur sé í atvinnugreininni. Lægsta tilboðið var aðeins 23,6% af kostnaðaráætlun sem telja verður óraunhæft en 5 önnur tilboð voru undir 70% af kostnaðaráætlun en eitt þeirra var aðeins 56,3% af áætlun. Þetta gerist á sama tíma og framlög til vegagerðar eru skorin niður til að sporna við "þenslu" sem greinilega á ekki við í þessari atvinnugrein. Öll stóru og öflugu verktakafyrirtækin tóku þátt í útboðinu og var Háfell, eitt þeirra félaga sem vann við fyrri hluta Reykjanesbrautar, t.d. með 65,2% af kostnaðaráætlun og næst lægstir af þessum raunhæfu tilboðum. Þessi prósenta er sú sama og verktakarnir buðu í fyrri hluta brautarinnar og áhugahópurinn hefur fullyrt að nú væri mögulegt að ná.

Með þessar upplýsingar uppi á borði er fátt sem ætti að koma í veg fyrir skýra ákvörðunartöku samgönguyfirvalda um að klára Reykjanesbraut alla leið. Annað væri bæði verklegt og pólitískt glapræði. Hönnun brautarinnar liggur fyrir, útboðsgögn gætu verið klár á 2-3 vikum, vilji þingmanna hefur í orði verið einróma um að klára verkið, raunverð eru með allra hægstæða móti og verktakar með getu til að klára verkið innan ársins sé þess óskað.

Eins og fram hefur komið er gerð vegaáætlunar nú í gangi en áhugahópurinn mun í fyrramálið eiga fund með þingmönnum kjördæmisins í Alþingishúsinu þar sem undirbúningur borgarafundar 7. febrúar n.k. verður ræddur. Að auki munu þingmenn tjá sig um stöðu málsins eins og hún kemur þeim fyrir sjónir. Eitt er víst - nú er lag að klára þetta mikilvæga verkefni en með því eru samgönguyfirvöld að fylgja eftir góðu verki og  tryggja öryggi vegfarenda Reykjanesbrautar um leið og örugg tenging höfuðborgarinnar við alþjóðaflugvöllinn er tryggð til langrar framtíðar.

 

 

 



Til baka




Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is