Steini.is - Brautin okkar
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 
Steini.is » Brautin okkar

Það er mál manna sem til þekkja að framkvæmdarhraði við tvöföldun Reykjanesbrautar hafi verið ótrúlegur og því sé samstöðu Suðurnesjamanna til að þakka. Hitt er að baráttan fyrir þessari miklu framkvæmd hefur verið til staðar í áratugi enda löngu ljóst að tvöföldun Reykjanesbrautar hafi verið og sé ein mikilvægasta framkvæmd í samgöngumálum Íslendinga. Það var því fagnaðarefni okkar allra þegar útboð á seinni hluta Reykjanesbraut var opnað 8. nóvember s.l.

Nú þegar hefur umferðaröryggi um Reykjanesbrautina aukist gífurlega, þrátt fyrir að aðeins fyrri áfanga brautarinnar sé nú lokið, og staðfesta tölur það en ekkert alvarlegt slys hefur orðið á Reykjanesbraut síðustu átján mánuði en fjórtán mánuði þar á undan létust sjö einstaklingar í jafnmörgum slysum.  Samkvæmt þessum tölum má ljóst vera að tíðni alvarlegra slasaðra á Reykjanesbraut hefur verið snúið við til skamms tíma litið þó barátta fyrir frekari framkvæmdum og umferðarbótum sé langt frá því lokið. Einn af þeim þáttum sem við í áhugahópnum höfum verið að leggja áherslu á er vegrið á Reykjanesbraut en sú framkvæmd er að okkar mati ekki valkostur heldur nauðsyn.

Þá hefur framkvæmd Reykjanesbrautar þegar sannað ágæti sitt þegar horft er til uppbyggingar á Reykjanesi síðustu misseri enda samgöngu- og öryggismál eitt af þeim mikilvægum þáttum sem fólk horfir til þegar ákvörðun er tekin um búsetu. Höfuðborgin og Reykjaness sem eitt atvinnusvæði er þegar orðin að veruleika.

Ég skora á þingmenn og íbúa Suðurnesja að fylgja eftir jákvæðri og uppbyggilegri umræðu um framtíðar öryggismála á Reykjanesbraut. Við þurfum enn að ítreka kröfur um flýtingu framkvæmda, tryggja frekari umferðargæslu og kalla eftir skilningi á þessu mikilvæga verkefni.

Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut.
Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is