Steini.is - Allt annað LÍF með tvöfaldri Reykjanesbraut.
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 
Steini.is » Allt annað LÍF með tvöfaldri Reykjanesbraut.

Ekkert banaslys hefur orðið á Reykjanesbraut síðustu fjórtán mánuði en jafnmarga mánuði þar á undan létust sjö einstaklingar í jafnmörgum slysum. Það er mál manna að nú þegar hafi umferðaröryggi um Reykjanesbrautina aukist gífurlega, þrátt fyrir að aðeins fyrri áfanga brautarinnar sé nú lokið, og staðfesta þessar tölur það. Enn sem fyrr er mikilvægt að ökumenn haldi áfram að aka varlega á Reykjanesbraut. Við skulum hafa það hugfast að enginn umferðamannvirki koma ein og sér í veg fyrir umferðarslys.

Tölulegar staðreyndir
Á síðustu fjörutíu árum hafa sextíu og þrír einstaklingar látið lífið á Reykjanesbrautinni. Fjöldi  þeirra sem létust eða slösuðust alvarlega jókst hlutfallslega mest á árunum 1999 - 2003 eins og sjá má á töflunni hér að neðan. Ástæðurnar eru án efa aukin umferð og umferðarhraði sem hvoru tveggja eru þættir sem auka áhættu þegar bifreiðar mætast úr gagnstæðri átt. Eftir að fyrri hluti tvöföldaðrar Reykjanesbrautar var tekin í gagnið fyrir réttu ári síðan hefur engin látist né slasast alvarlega á Reykjanesbraut skv. upplýsingum frá Umferðarstofu.

Þróun síðustu ára:
Á árunum 1963-2003 60 látnir - eða að meðaltali einn með 300 daga millibili.
Á árunum 2000-2003 11 látnir - eða að meðaltali einn með 99 daga millibili.
Árið 2003                     6 látnir* - eða að meðaltali einn með 60 daga millibili.  
*Þar með talinn einstaklingur sé lést nokkrum mánuðum eftir slys

Síðustu 14 mánuðir 0 látnir og engin alvarlega slasaður á 420 daga tímabili.

Látnir Alvarlega slasaðir Lítið slasaðir Alls
1999 2 15 41 58
2000 6 9 36 51
2001 1 6 41 48
2002 0 5 40 45
2003 6 2 37 44
2004 1 4 31 36
0* síðustu 14 mánuði 0
2005
Alls 15 41 226 282

Samkvæmt þessum tölum má ljóst vera að tíðni látina og alvarlegra slasaðra á Reykjanesbraut hefur verið snúið við til skamms tíma litið þó barátta fyrir frekari framkvæmdum og umferðarbótum sé langt frá því lokið.

Vegrið á Reykjanesbraut
Umræða um vegrið á milli akbrauta hefur komið reglulega upp í umræðunni um öryggi á þjóðvegum landsins. Við hönnun Reykjanesbrautar er t.d. ekki gert ráð fyrir að vegrið komi á milli akbrauta en svokallað öryggissvæði er um 11metrar. Í stuttri heimsókn til Svíþjóðar á dögunum þar sem ég kynnti mér umferðaröryggismál ásamt fleirum kom skýrt fram að vegrið er eitt helsta öryggistæki sem Svíar leggja áherslu á milli akbrauta á þjóðvegum. Gildir þá einu hvort leyfilegur hámarkshraði er 70 km eða 110 km og hefur árangur þess ekki látið á sér standa.

Sama dag og við sannfærðumst um mikilvægi vegriða mátti lesa frétt á vefsvæði Víkurfrétta um ökumann bifreiðar sem slapp ómeiddur eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum á nýja kafla Reykjanesbrautarinnar. Fór hann yfir á gagnstæða akrein og hafnaði þar utan vegar en talið var að maðurinn hafi fengið krampa eða flog undir stýri. Þetta gerðist þrátt fyrir 11 metra öryggissvæði og því ljóst að öryggi er enn ábótavant þrátt fyrir miklar endurbætur. Vegrið á Reykjanesbraut er ekki valkostur heldur nauðsyn þrátt fyrir tvöföldun brautarinnar og á það sama við um aðra þjóðvegi landsins. Annað væri kæruleysi og jafnvel óskhyggja um örugga framtíð.

Framhald framkvæmda
Útboðsgögn verða tilbúin til afhendingar á næstu 4-6 vikum en eftir það fá verktakar 37daga til að skila inn tilboðum en samningur við lægstbjóðanda er síðan undirritaður 2-3 vikum síðar. Mikilvægt er að sá verktaki sem fær verkið taki strax til hendi og ljúki framkvæmdinni á næstu 6-8 mánuðum.

Á síðustu árum hefur áhugahópur um örugga Reykjanesbraut, þingmenn og almenningur á Suðurnesjum unnið ötullega að jákvæðri og uppbyggilegri umræðu og fylgt stíft eftir loforðum ráðamanna á hinum ýmsu sviðum m.a. frá fjölmennum borgarafundum Stapa. En verkinu er ekki lokið, við þurfum enn að ítreka kröfur um flýtingu framkvæmda, tryggja frekari umferðargæslu og kalla eftir skilningi á þessu mikilvæga verkefni. Þá er áhugahópurinn með í undirbúningi aðild að umferðaröryggis verkefni í stærri mynd en við höfum tekið þátt í hingað til enda ljóst að hættur leynast víðar en á Reykjanesbrautinni eins og við höfum verið minnt svo rækilega á síðustu mánuði.

Ég skora á ökumenn að fara að öllu með gát og tryggja þannig slysalausa framtíð á brautinni. Við megum ekki sætta okkur við fleiri slys.

Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi og formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut.

 
Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is