Steini.is - Reykjanesbraut - skoðum einkaframkvæmd
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 
Steini.is » Reykjanesbraut - skoðum einkaframkvæmd

Eins og fram hefur komið í Víkurfréttum, þá funduðu þingmenn Suðurkjördæmis með fulltrúum Áhugahóps um örugga Reykjanesbraut í húsakynnum Alþingis á miðvikudag. Þetta var mjög góður fundur. Þar var rætt um það brýna verkefni að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.

Það liggur á að klára þetta verkefni sem allra fyrst. Ég styð heils hugar að það verði gert. Illt var að verða vitni að því nú í sumar að vegagerðamenn hættu sínum glæstu störfum við framkvæmdina vegna þess að peningarnir sem komu úr ríkissjóði voru búnir. Allir vissu að hagkvæmt væri fyrir þjóðina alla að halda áfram og ljúka verkinu til fullnustu. Nú, fáum mánuðum síðar, leitar fólk eðlilega leiða til að binda lokahnút á þetta verkefni.

Niðurskurður í vegamálum
Á fundinum í þinghúsinu kom fram að fulltrúar áhugahópsins teldu að það kostaði á bilinu 1 til 1,5 milljarða króna að ljúka þessu verki. Efast ég ekki um þær tölur. Þarna voru ágætir aðilar sem þekkja svæðið og vitnuðu í verktaka sem eru tilbúnir til dáða. Spurningin nú snýst um það hvernig eigi að finna fjármagn til að fara út í þessar framkvæmdir?

Flestir horfa til ríkisstjórnarinnar. Ég tel hverfandi líkur á að hún bregðist við. Samgönguáætlun þjóðarinnar er í endurskoðun.
Ríkisstjórnin ætlar að skera hana niður um tvo milljarða á næstu þremur árum; verkefni sem þegar eru á áætlun, þannig að ýmislegt sem þegar hefur verið lofað fær að fjúka. Það er næsta vonlaust að grænt ljós fáist á að klára tvöföldun Reykjanesbrautar undir slíkum kringumstæðum þó stjórnarliðar reyni að sjálfsögðu í lengstu lög að blekkja fólk með því að vekja falskar vonir í brjóstum þeirra. Kannski til að eiga til góða sem kosningabeitu fyrir næstu Alþingiskosningar 2007? Peningarnir eru einfaldlega ekki til. Fjárveitingar af hálfu ríkisins til samgöngumála eru gegnsýrð af pólitík. Þrátt fyrir boðaðan niðurskurð er löngu búið að ákveða hve mikið fé fer hlutfallslega til vegamála í einstökum kjördæmum landsins. Því verður trauðla breytt.

Metum einkaframkvæmd
Miðað við aðstæður eins og þær líta út í dag, á strax að fara í að meta kosti og galla þess að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar sem einkaframkvæmd. Þá á ég við að tekið verði upp svipað fyrirkomulag og gert var við gerð Hvalfjarðargangna á sínum tíma. Að stofnað verði félag um framkvæmdina, tekin hagstæð lán sem síðan verði greidd niður með veggjöldum þar til mannvirkin eru borguð upp. Eftir það taki þjóðin við þeim.

Hvalfjarðagöngin kostuðu um 6 milljarða króna. Þau voru opnuð um mitt ár 1998. Reiknað er með að þau verði greidd að fullu á 20 árum þannig að þau eru orðin hrein eign okkar allra árið 2018. Þangað til eru 14 ár í dag. Miðað við þetta ætti það sennilega að taka um fjögur til fimm ár að borga upp að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar.

Ef tekin væri ákvörðun um einkaframkvæmd í vetur og framkvæmdir hæfust á næstu vordögum mætti hugsa sér að verkefninu yrði lokið árið 2006. Þá væri Reykjanesbrautin tvöföld frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar, skuldlaus og í eigu þjóðarinnar árið 2010/2011. Ég efast stórlega um að meirihluti Alþingis fallist á að fara út í að hefja það að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir árið 2010. Í Suðurkjördæmi eru uppi æ háværari kröfur um gríðarlegar vegabætur á Hellisheiði með tvöföldun vegar og lýsingu. Mikill þrýstingur er á lagningu nýs Suðurstrandarvegar. Í sveitum Suðurlands eru uppi kröfur um vegabætur, enda vegir þar æðakerfi samfélagsins. Gleymum svo ekki ákallandi þörf fyrir bættar samgöngur milli lands og Vestmannaeyja þar sem jarðgöng eru sterklega inn í myndinni.

Þýðir ekki að bíða eftir ríkinu
Í öllu þessu samhengi við hinn pólitíska veruleika er fullgerð tvöföld Reykjanesbraut á kostnað ríkisins ekkert annað fjarlægur draumur. Hún verður ekki fullgerð fyrr en í fyrsta lagi einhvern tímann á næsta áratug ef horfa á einvörðungu til Alþingis og ríkissjóðs. Vilji fólk því ráðast í að ljúka tvöföldun hennar nú, verður að ræða hvort einkaframtakið eigi að koma til skjalanna eins og gerðist í Hvalfirði.
Ríkið hefði aldrei farið út í þá miklu samgöngubót sem skilað hefur þjóðinni miklum hagnaði, og þá ekki síst byggðum Vesturlands. Að sjálfsögðu er það aldrei vinsælt að þurfa að greiða vegatoll, en ef það er sú fórn sem færa þarf til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar, þá finnst mér að íhuga ætti þann kost fordómalaust og í fúlustu alvöru.

Tvöföld braut frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar yrði góð fjárfesting og gríðarleg styrking fyrir byggð á Suðurnesjum. Slíkt myndi stórbæta samkeppnisaðstöðu svæðisins við höfuðborgarsvæðið. Tvöföld braut myndi laða fólk til búsetu á svæðinu, fasteignaverð styrkjast og atvinnulíf fá sterkari stoðir. Gleymum því heldur ekki að brautin er þjóðleiðin til og frá eina alþjóðaflugvelli þjóðarinnar og því notuð af öllum landsmönnum. Það yrðu því langtum fleiri en Suðurnesjabúar sem myndu greiða fyrir notkun á brautinni, og það yrði löngu búið að greiða hana upp áður en ríkið svo mikið sem öðlaðist bolmagn til að rætt yrði í alvöru um að hefja framkvæmdir.

Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokki.  9. þingmaður Suðurkjördæmis.Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is