Steini.is - Greinar
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 
Steini.is » Greinar

Sókn er besta vörnin!
[Annað] - 22.03.2006 -

Aðstoð við núverandi starfsmenn varnaliðsins er fyrsta verkefnið sem nú liggur fyrir eins og skýrt kom fram í þríþættri verkefnaáætlun Árna Sigfússonar bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Þessu er ég sammála um leið og ég ítreka mikilvægi þess að hefja nú þegar kraftmikla vinnu á þessum þætti sem tengist starfsfólki og fjölskyldum þeirra.  Aðrir þættir í verkefnaáætlun bæjarstjórans fjallaði um framkvæmdaráætlun um nútímavæðingu varna og tími nýrra tækifæra.

 

Þrátt fyrir mikið áfall við skyndilegt brotthvarf varnaliðsins eftir 50 ár veru hér á svæðinu er ljóst að Reykjanesbær hefur aldrei verið betur í stakk búinn til að takast á við þetta stóra verkefni. Fjölgun atvinnutækifæra á svæðinu hefur verið mikil á síðustu árum enda hefur atvinnuleysi verið með minnsta móti þrátt fyrir mikla íbúafjölgun á sama tíma. Uppbygging við alþjóðaflugvöllinn gengur vel, tækifæri eru að skapast í ferðaþjónustu og öflug atvinnuuppbygging að hefjast í glæsilegu atvinnusvæði í Helguvík. Þá skiptir tvöföldun Reykjanesbrautar og þær framkvæmdir sem nú standa þar yfir sköpum í þeirri stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir. Það væri ekki glæsilegt að eiga þá baráttu eftir á þessum tímapunkti!

 

Næstu skref í atvinnuuppbygginu þurfa að vera snögg og hnitmiðuð. Þar þurfa sveitarstjórnir svæðisins og ríkisvaldið að vinna saman að þeim tækifærum sem nú þegar eru til staðar og þannig draga strax úr þeim áhrifum sem brotthvarf varnaliðsins vissulega hefur. Síðan þurfum við að tryggja yfirráð yfir varnarsvæðinu en ég hef sterka trú á öflugri framtíð svæðisins með þeim miklum mannvirkjum sem þar eru og tel meiri líkur en minni á að barist verði um þessa einstöku aðstöðu fyrir ýmis konar atvinnumöguleika. Því er mikilvægt að við byrjum strax á að greina möguleika svæðisins og fara yfir þær fjölmörgu hugmyndir sem upp hafa komið. Síðan verðum við að gefa okkur tíma til að velja úr arðbærustu tækifærin sem þá fælu í sér glæsilega framtíðarsýn á Reykjanesi. Höfum í huga að við eigum að velja þá framtíð sjálf að þessu sinni og ekki er víst að þau verkefni sem mest hefur nú verið talað um séu þau bestu þegar upp er staðið. En í mínum huga er víst að sú framtíð er bjartari en óvissuástand síðustu ára hefur boðið uppá!

 

Ég er tilbúinn til að vinna vel í þessu mikilvæga verkefni fyrir fyrirtæki og íbúa svæðisins, koma með nýjar hugmyndir þessu tengdu og fylgja þeim eftir. Við skulum nú saman styðja eins vel og mögulegt er við bakið á því fólki sem nú missir vinnu sína. Samhliða tökum við fyrstu skrefin að nýrri framtíð og gerum Reykjanesbæ að besta og eftirsóttasta búsetukosti landsins til næstu 50 ára.

 

Steinþór Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.Til baka
Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is