Steini.is - Greinar
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Greinar

RÁÐHERRA Á RÉTTRI BRAUT
[Annað] - 11.02.2005 -

KALLINN Á KASSANUM | 11.2.2005 13:43:04

KALLINN VARÐ KLÖKKUR í Stapanum á mánudagskvöld þegar Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tilkynnti það óvænt að tvöföldun Reykjanesbrautar muni klárast fyrr en síðar með því að verkið verði allt boðið út á vormánuðum. Ekki átti Kallinn von á þessu óvænta útspili, þegar heyrst hafði að skera ætti niður í vegamálum.

ÞAÐ ER HINS VEGAR RÖKRÉTT framhald af uppbyggingu við millilandaflugið og aukningu í komu ferðamanna að taka á móti fólki með mannsæmandi samgöngum. Brautin hefur tekið skelfilegan toll á síðustu árum en það er trú Kallsins að betri Braut leiði til fækkunar slysa. Sturla samgönguráðherra er á réttri braut og honum ber að þakka sitt framlag og eins Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra, sem samkvæmt upplýsingum Kallsins átti einnig stóran þátt í ákvörðuninni.

ÞINGMENN SUÐURKJÖRDÆMIS hafa staðið saman sem einn maður í málinu og enginn þeirra reynt að eigna sér málið umfram annan. Þessu vill Kallinn hrósa og einnig áhugahópi um örugga Reykjanesbraut. Þar fer hópur manna sem hefur unnið málið af festu og öryggi án þess að fara með hávaða og látum. Verst þykir Kallinum að sjá ekki konu í þeim hópi.

ÞAÐ ERU ORÐIN FJÖLMÖRG ÁR síðan tíðarfarið hefur verið eins og það hefur verið frá áramótum. Götur hafa verið undir snjó svo dögum skiptir. Kallinn má til með að skammast örtlítið út í snjómoksturinn enn og aftur. Nú er það hreinsun Reykjanesbrautarinnar títtnefndu sem á hug Kallsins allan. Þar er verktakinn ekki að standa sig vel. Kallinn á oft erindi til borgarinnar og því miður þá hefur tvöföld Reykjanesbrautin  ekki verið að nýtast ökumönnum, sem best, þar sem snjóruðningstækin virðast bara halda einni akrein hreinni. Þá ættu þeir sem annast lýsinguna á Reykjanesbraut að taka vel á móti Lionsmönnum næst þegar þeir eru að selja perur því ljósin vantar í alltof marga staura.
Kveðja, Kallinn@vf.is



Til baka




Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is