Steini.is - Jólagistingin alltaf jafn vinsæl
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Jólagistingin alltaf jafn vinsæl

Jólagistingin sívinsæla á Hótel Keflavík er orðin fastur liður í jólastemmningunni í Reykjanesbæ. Í henni felst, líkt og flestir vita, að ef utanbæjarfólk verslar fyrir meira en 14.800 krónur í búðum býðst þeim gisting í eina nótt á hótelinu, án endurgjalds.
Steinþór Jónsson, hótelstjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að stemmningin hafi verið góð sem fyrr. "Það er að myndast mikiil hefð í kringum jólagistinguna og við erum að sjá sama fólkið koma ár eftir ár. Gestirnir eru alveg sammála um að það sé mjög gott að versla hér í Reykjanesbæ, stutt að fara og hagstæð verð, en þetta skilar sér jákvætt út í bæjarandann."

Meðal fastagesta er körfuknattleikskappinn Jón Kr. Gíslason en frá honum er þessi stutta grein:

Nótt í desember á Hótel Keflavík er orðin hluti af jólahefð okkar fjölskyldu. Við höfum komið til að versla í Reykjanesbæ síðastliðin fimm ár og nýtt okkur frábært tilboð hótelsins. Mikil breyting hefur orðið á verslun í Reykjanesbæ á síðustu árum og er gaman að sjá að hvert pláss er nú nýtt við Hafnargötuna með frambærilegum verslunum. Við finnum mikið fyrir því hversu fljót við erum að versla í Reykjanesbæ. Vegalengdirnar eru mun styttri á milli verslana og umferðin ekki í neinum líkindum við brjálæðið hér í Reykjavík og nágrenni og skemmtilegt að geta gengið á næsta veitingastað þegar kvölda tekur. Við verslum alltaf mun meira en við þurfum að skila kvittunum fyrir á hótelinu og eigum við okkar uppáhaldsverslanir sem við heimsækjum ár hvert. Framtakið skilar miklu meira til samfélagsins en ráð er fyrir gert en eitt árið keyptum við okkur meira að segja eitt stykki bíl!!
Okkur finnst þetta frábært framtak og drengirnir okkar þrír minna okkur á strax í nóvember að panta herbergi á Hótel Keflavík því þetta er notaleg stund sem fjölskyldan á saman á aðventunni. Þá nýtum við einnig tækifærið og heimsækjum fjölskylduna í gamla bænum okkar og höfum við haft orð á því að við þyrftum í raun að gista í tvær nætur til að ná að heimsækja alla þá góðu vini sem við eigum hér á svæðinu og til að klára jólainnkaupin. Kannski gerum við það næst ef vel stendur á.
Takk enn og aftur fyrir okkur og við sjáumst á næsta ári.

Jón Kr. Gíslason og fjölskylda







Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is