Steini.is - Tímamót varðandi lýðræði barna í Reykjanesbæ
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Tímamót varðandi lýðræði barna í Reykjanesbæ

Á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í dag verður borin fram tillaga sem markar tímamót varðandi lýðræði barna í Reykjanesbæ. Tillagan verður borin upp af fjórum ungum stúlkum sem hver um sig er formaður nemendaráðs í sínum grunnskóla. Hér er um verulegt framfaraátak að í bæjarfélaginu.

Lýðræði barna sbr. 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, flutt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, þriðjudaginn 20. maí 2003.


Forseti góðir bæjarfulltrúar

Tilefni þess að þessi fríði stúlkna hópur sendur hér tilbúinn að flytja tillögu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar, er málþing sem við sóttum um lýðræði barna á Þingvöllum í lok mars. Stúlkurnar munu hér á eftir gera grein fyrir málþinginu, en þær eru hver um sig formaður nemendaráða grunnskólanna í Reykjanesbæ og komu að gerð tillögunnar sem borin verður fram hér á eftir. Stúlkurnar eru:
Bryndís Hjálmarsdóttir, formaður nemendaráðs Holtaskóla
Kristín Helga Magnúsdóttir, formaður nemendaráðs Myllubakkaskóla
Ingibjörg Ósk Erlendsdóttir, formaður nemendaráðs Njarðvíkurskóla
Lilja Karen Steinþórsdóttir, formaður nemendaráðs Heiðarskóla

Laugardaginn 29. mars sl. stóðu Umboðsmaður barna og mannréttindahópur ELSA (European Law Students' Association) fyrir málþingi um ábyrgð sem hvílir á herðum þjóða sem samþykkt hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sérstök áhersla var lögð á 12. gr. Barnasáttmálans en þar segir:

,,Aðildarríki skulu tryggja barni, sem myndað getur eigin skoðanir, rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska".

Fulltrúar Reykjanesbæjar á málþinginu auk okkar voru:

Eiríkur Hermannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar
Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar
Kjartan Már Kjartansson, bæjarfulltrúi
Sveindís Valdimarsdóttir, bæjarfulltrúi

Á þinginu voru flutt mörg mjög fróðleg erindi um ýmislegt sem sveitarfélög hafa verið að gera til þess að skapa vettvang fyrir börn og unglinga að koma skoðunum sínum á framfæri. Einnig voru flutt erindi um jákvæða reynslu barna og unglinga af þessu starfi.

Að þinginu loknu hefur hópurinn hist, farið yfir stöðuna í Reykjanesbæ og komist að þeirri niðurstöðu að þótt í öllum skólum starfi nemendafélög, og á vegum Fjörheima unglingaráð, þurfi að gera enn betur. Nemendafélög og unglingaráð sjá fyrst og fremst um að skipuleggja og annast félagsstarf unglinga en eru ekki vettvangur til þess að koma skoðunum barna og unglinga á framfæri á lýðræðislegan hátt um ýmis önnur mál sem snerta líf þeirra, hagsmuni og þarfir. Í framhaldi af því hefur hópurinn ákv. að leggja til að meðfylgjandi tillaga verði flutt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar um stofnun Unglingaráðs Reykjanesbæjar.


Tillaga.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir að koma á fót Unglingaráði Reykjanesbæjar sem skipað verði formönnum nemendafélaga grunnskólanna, einum fulltrúa Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem er yngri en 18 ára og búsettur í Reykjanesbæ, og einum fulltrúa unglinga 16 og 17 ára sem ekki eru í námi. Skal sá tilnefndur af Fjörheimum. Forstöðumanni Fjörheima er falið að starfa með Unglingaráðinu.

Einnig er lagt til:

að nemendaráð grunnskólanna verði frá og með næsta skólaári kosin að vori og formenn nemendaráðanna ráðnir starfsmenn Vinnuskóla Reykjanesbæjar í hlutastarfi svo þeir geti hafist handa við undirbúning komandi vetrar hverju sinni.

að Unglingaráð Reykjanesbæjar taki fyrst til starfa haustið 2003 en framvegis hefji það störf að vori þegar formenn nemendafélaganna hafa verið kosnir.


Greinargerð.
Með stofnun Unglingaráðs Reykjanesbæjar verður til vettvangur fyrir unglinga í Reykjanesbæ að koma skoðunum sínum á framfæri við bæjaryfirvöld. Einnig verður mun auðveldara fyrir bæjaryfirvöld að leita umsagnar fulltrúa barna og unglinga í ýmsum málum sem þeim tengjast. Með þessu er Reykjanesbær að stíga mikilvægt skref í þátt átt að uppfylla 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Bent er á að á vegum Reykjavíkurborgar hefur verið unnið mikilvægt frumkvöðlastarf í þessa veru og mikið af þeirri reynslu hægt að læra.



Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is