Steini.is - Undirbúningsnefnd fyrir samtök í verslun og þjónustu stofnuð
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Undirbúningsnefnd fyrir samtök í verslun og þjónustu stofnuð

Markaðs-, atvinnu- og menningarsvið (MOA) ásamt Umhverfis- og tæknisviði Reykjanesbæjar stóðu fyrir morgunverðarfundi um framtíð verslunar og þjónustu í Reykjanesbæ í morgun kl. 8:00 í húsi Matarlystar í Reykjanesbæ. Fundur var mjög fjölmennur, málefnalegur og jákvæður. Hann var vel skipulagður af Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu og erindin voru góð. Í lok fundarins stóð Steinþór Jónsson frá Hótel Keflavík upp og tilkynnti stofnun undirbúningsnefndar fyrir samtök í verslun og þjónustu. Lagði hann fram 100,000 kr fyrir hönd Hótel Keflavíkur og sömu upphæð fyrir Sparisjóðinn í Keflavík. Sagði Steinþór mikilvægt að kraftur í málefnum verslunar og þjónustu kæmi innan frá og til þess eru þessi samtök stofnuð. Stefnt væri að fjárhagslega sterku félagi með allt að 5 milljóna króna stofnfé sem kæmi þá að stærstum hluta frá stofnunum, bönkum, verkalýðs- og lífeyrissjóðum auk hagsmunaaðila í verslun og þjónustu.
Í máli hans kom fram að framtíðarskipan verslunar og þjónustu verður aldrei sterk með aðkomu sveitarfélags og embættismanna eingöngu. Aðkoma hagsmunaaðila er lykilatriði til að ná fram sterkri stöðu verslunar og þjónustu. Í framhaldi af átaki sem Hótel Keflavík stóð fyrir í desember með svokölluðum "Verslunarferðum til Reykjanesbæjar", þar sem lagðar voru til gistingar til að styðja við verslun í bænum, var kastað fram þeirri hugmynd að stofnun samtaka vinnuveitenda í Reykjanesbæ, bæði í verslun og þjónustu. Markmið félagsins yrði
að standa vörð um og efla verslun og þjónustu í Reykjanesbæ, hafa áhrif á Bæjaryfirvöld með stefnumörkun beggja að leiðarljósi t.d. með aðkomu Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu.



Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is