Steini.is - Fréttir
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 




Steini.is » Fréttir

Einar Bárðarsson ráðinn til Víkingaheima
[Annað] - 23.10.2008 -

23. október 2008 | 15:29:31

Einar Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands, hefur verið ráðinn verkefnisstjóri hjá Víkingaheimum vegna uppsetningar Smithsonian sýningar og Íslendings sem opnar  næsta sumar í Reykjanesbæ. Á sama tíma mun Einar einnig sinna  verkefnum við uppbyggingu Hljómahallarinnar sem nú rís við hið fræga  samkomuhús Stapan í Reykjanesbæ.

Einar settist nýlega að í Reykjanesbæ en hann starfaði áður í London við útgáfu og umboðsstörf. „Það er svo margt spennandi í gangi hér. Mér finnst Árni Sigfússon og samstarfsfólk hans í bæjarstjórn vera að gera skemmtilega hluti hérna. Ég mun vinna þetta verkefni mjög náið með Steinþóri Jónssyni, Elisabetu Ward sýningastjóra og Gunnari 
 Marel Eggertssyni skipstjóra og hlakka ég mjög mikið til samstarfsins við allt þetta góða fólk.“ sagði Einar.

Víkingaheimar opna í maí næstkomandi og munu sjö til átta stöðugildi verða til við opnunina. Víkingaheimar eru að mestu í eigu  Reykjanesbæjar. „Víkingaheimar og Hljómahöllin eru hvorutveggja mikil og  metnaðarfull verkefni sem sanna með hvaða festu og framsýni hlutirnir eru keyrði hérna í Reykjanesbæ. Ég hef mikinn metnað fyrir  báðum þessum verkefnum og vona að kostir mínir nýtist vel. Markmiðið er að byggja upp fjölsóttustu ferðamannastaði landsins og skapa  þarna fjölda stöðugilda og gjaldeyri. Það er það sem er mest aðkallandi þessa daganna,“ sagði Einar Bárðarson.

Hundruð milljóna króna sýning frá Smithsonian

Það er Steinþór Jónsson hótelstjóri í Keflavík sem er framkvæmdarstjóri Víkingaheima og hefur leitt verkefnið síðustu ár í  samvinnu við eigendur og Lykilráðgjöf. „Við höfum verið með mjög  öflugt teymi í þessu verkefni frá upphafi þar sem Gunnar Marel kemur  að öllu sem tengist skipinu sjálfu en Elisabeth Ward sem tengist  Smithsonian safninu í Washington en hún var einnig sýningarstjóri  Víkingasýningarinnar í Bandaríkjunum,“ segir Steinþór.
„Húsið er nú  því sem næst tilbúið og hér er um að ræða rúmlega þúsund fermetra  glæsibyggingu hannaða af Guðmundi Jónssyni arkitekt og byggða af  byggingarfyrirtækinu Spöng. Aðkoma Einars Bárðarsonar að verkefninu nú er okkur mikils virði og spennandi fyrir mig að fá hann í liðið  til okkar.“


Hljómahöllin við Stapann

 Hljómahöllin er sögusýning um íslenska dægurtónlist, Rock and Roll Hall of Fame, sem mun opna í ágúst á næsta ári í Hljómahöllinni. Hljómahöllin er tónlistar- og ráðstefnuhús sem nú rís utan um Stapann í Reykjanesbæ. Rúnar Júlíusson mun starfa sem safnstjóri Hljómahallarinnar og sérstakur verndari og Jónatan Garðarsson sjá um   undirbúning og efnisöflun sýningarinnar. Keflavík hefur lengi verið  kölluð vagga rokksins á Íslandi og því vel við hæfi að sögu rokks og dægurtónlistar verði gerð góð skil hér.


Heimahöfn Íslendings


Víkingaheimar opna í nýju glæsilegu húsi Öldunni sem nú er í   byggingu við Fitjar í Reykjanesbæ. Aldan er hönnuð og teiknuð af  Guðmundi Jónssyni arkitekt en húsið er byggt utan um víkingaskipið Íslending sem smíðað var seint á síðustu öld af Gunnari Marel 
 Eggertssyni. Gunnar sigldi því til Bandaríkjanna í tilefni aldar afmælis landafundanna. Reykjanesbær og tengdir aðilar keyptu skipuð árið 2003 og var því sigld í heimahöfnina við Fitjar þar sem uppbygging utan um skipið hefur staðið um nokkurt skeið. Íslendingur 
 er nákvæm eftirlíking Gaukstaðaskipsins, sem fannst og var grafið  upp árið 1882 við Gauksstaði í Sandefjord í Noregi. Skipið hafði  varðveitst mjög vel í jörðu en vísindamenn komust að því, að það  hafi verið smíðað árið 870, fjórum árum áður en Ingólfur Arnarson 
settist að á Íslandi.



Til baka




Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is