Páskaferð með fjölskyldunni
[Annað] - 28.03.2005 -
Þann 17. mars var haldið flugleiðis áleiðis til Frankfurt í Þýskalandi en þar var haldinn hinn árlega lagnasýning en á henni voru flestir þeir birgjar sem við eigum viðskipti við. En fjölskyldan var síðan á leið til Alicante á Spáni og var ákveðið að keyra þangað. Á leiðinni gistum við m.a. í Frakklandi en síðari gistinóttin í Barcelona fór fyrir bí eftir að mótorhjólagengi hafði reynt að stoppa okkur með því að sprengja dekk á bílnum í þeirri von að við myndum leggja bílnum í vegakantinum þar sem engin var til aðstoðar. Sem betur fór var ákveðið að keyra nokkurn spöl á sprungnu dekkinu þannig að ekkert varð úr áformum glæpagengisins.
Í Alicante gistum við í góðri íbúð í boðið Lagnafélags Íslands en þeir höfðu gefið mér tveggja vikna gistingu í 40 ára afmælisgjöf. Í fyrstu vorum við Hildur, Katrín Helga, Unnur María og Guðríður Emma ein á ferð en Lilja Karen og Viggó flugu síðan beint á staðinn og gistu hjá okkur í sex daga. Eftir skemmtilegt frí í góðu veðri og fínum aðbúnaði flugum fimm aftur til Þýskaland þar sem við heimsóttum vinafólk okkar og gistum í tvær nætur. Þar okkur boðið út að borða í páskamat, fórum í vínsmökkun og margt fleira. Við höfum ekki farið áður erlendis á þessu tíma en munum án efa gera það aftur.

Til baka
|