Steini.is - Dagbók
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 
Steini.is » Dagbók

Flott hjá Myllubakka - árshátíð í toppklassa.
[Annað] - 06.03.2005 -

Sönn gleði er alvörumál segir einhvers staðar!

Að halda góða árshátíð er eitt af þeim verkum sem krefst mikils af þeim sem hana halda. Þátttakendur undirbúa sig af að bestu getu og hlakka síðan til að hitta vini, kunningja og starfsfélaga á nýjum stað þar sem gleði og ánægja er aðalmarkmiðið. Svo var eins í gærkvöldi þegar árshátíð Reykjanesbæjar var haldin hátíðleg í glæsilegum Stapanum í Njarðvík eftir mikinn undirbúning starfsmanna Myllubakkaskóla með þau Brynju og Sigga í forsvari.

Húsið opnaði klukkan sjö með góðum og fallega lituðum fordrykk í anddyrinu. Borðin voru þétt í salnum, enda von á metþáttöku, og falleg yfir að líta. Reykjanesbæjarvinurinn, Helga Braga, var kynnir og fór vel með embættið eins og henni er von og vísa. Eftir frábæran mat hjá Halla og hans fólki tók hver skemmtunin við af annari en kennarar og starfsfólk Myllubakka hófu leikinn með skemmilegu atriði úr Moulin Rouge. Gott atriði sem fékk fólk í réttan gírinn strax í upphafi. Síðan tók Davíð Ólafsson og Stefán nokkur lög með gamansömu ívafi. Voru þeir klappaðir upp nokkrum sinnum enda um frábæra skemmtikrafta að ræða. Þá birtust töffararnir Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson með sitt "show" og tók salurinn vel undir og þá sérstaklega þegar lögin "Vorkvöld í Reykjavík" og "Ég fer í fríið" voru sungin af þessum heiðursmönnum. Helga Braga endaði síðan kynningu sína með magadansi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Það var síðan hljómsveitin "Á móti Sól" sem lék fyrir dansi og er greinilegt að næsta verkefni okkar í pólitíkinni verður að stækka við Stapann enda dansgólfið yfirfullt frá fyrsta lagi hljómsveitarinnar.

Það er svo margt gott að gerast í Reykjanesbæ og með skemmtilegu mannlífi og hressu fólki sem leggur sitt að mörkum, eins og við upplifðum á árshátíðinni, verður lífið bara skemmtilegara.

Ég vil fyrir mína hönd og eiginkonu minnar þakka Myllubakka fyrir frábæra skemmtun og góða árshátíð. Undirbúingur og efnisval var með miklum ágætum og mun Holtaskóli eiga ærið verkefni framundan með undirbúning fyrir næstu árshátíð að ári.

Takk fyrir mig.

 

 Til baka
Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is