Steini.is - Dagbók
Velkomin á heimasíðuna mína.
Hér má finna ýmislegt efni tengt störfum mínum, vinnu, pólitík, fjölskyldu, áhugamálum
og hugleiðingum.

Heimasíðuna hugsa ég fyrst og fremst til að
halda utan um alla þessa þætti á aðgengilegan hátt en bið um leið öllum sem þess óska að nýta sér efnið, vefina og síðuna til að senda mér tölvupóst.

ForsíðaVelkominPistlarGreinarFréttirRæðurÆviágripMyndirFyrirspurnirTenglarSumarhús

Skoða reglulega
  Víkurfréttir
  Morgunblaðið
  Vísir.is
  Sparisjóðurinn
  Leit.is
  xdreykjanes.is
  Símaskrá

Hlusta helst á
  Tónlist.is
  Létt 96,7
  Bylgjan
  Rás 2
  RUV
  FM 95,7
  Saga

Horfi á
  RÚV
  Stöð 2

Heimasíður
  Fjölskyldan
  Hótel Keflavík
  Gistiheimili
  Flugmál
  Pólitík
  Reykjanesbraut   & Samstaða
  Reykjanesbær
  Ljósanótt
  KefJet
  Gullmolinn
  Sumarhús

Tenglar
  Reykjanes.is
  Ferðamálaráð
  Travelnet
  Randburg
Meira 

Verkefni dagsins
  Betri bær
  Verslun og
  þjónusta
  flugstöð
  Vestnorden
  Samgöngu- 
  miðstöð íslands
  Blue Diamond
 
Steini.is » Dagbók

Tvöföld Reykjanesbraut á dagskrá.
[Annað] - 21.01.2005 -

Ég var stutta stund á skrifstofunni áður en ég fór og sótti félaga mína í áhugahópi um örugga Reykjanesbraut en ferðinni var heitið á Alþingi Íslendinga þar sem við ætluðum að finna þingmenn kjördæmisins. Á leiðinni hafði ég samband við Bergþór aðstoðarmann samgönguráðuherra um ákvörðun um fundardag fyrir Borgarafundinn í Stapa. Niðurstaðan var að fundurinn verði haldinn mánudaginn 7. febrúar kl. 20 í Stapa. Þá ræddi ég við Guðmund Hallvarðasson formann samgöngunefndar sem staðfesti komu sína á fundinn.

Fundurinn í dag var mjög góður og greinilegt að allir þingmenn allra flokka eru á einu máli um mikilvægi þess að klára tvöföldun Reykjanesbrautar nú þegar. Helstu niðurstöður voru þessar; 

  1. Verð í sambærileg verkefni sbr. Suðurstrandavegur eru mjög hægstæð um þessar mundir.
  2. Verkefnastaða verktaka í þessari gerð verka er ekki góð. Með þessa staðreynd ljósa má ætla að verkið yrði bæði á hagstæðum verðum og geti unnist á mjög skömmum tíma jafnvel innan ársins.
  3. Hönnun brautarinnar alla leið er tilbúin og getur útboð farið fram innan tveggja vikna. Kostnaðaráætlun fyrir 11 kílómetra er um 1900 milljónir en gera má ráð fyrir að hver kílómetri kosti nú um 100 milljónir og því ljóst að með útboði munu umtalsverðir fjármunir sparast.
  4. Samstaða þingmanna er til staðar og er tvöföldun Reykjanesbrautar forgangsmál.
  5. Umræða um vegatoll kom upp en voru flestir þingmenn á því að sú umræða þyrfti bæði lengri tíma og betri undirbúning og ætti jafnvel ekki við í þessu tilfelli. 

Hugmyndin er að fundurinn í Stapa verði með svipuðu sniði og árið 2001síðast en á leiðinni heim staðfesti Sigmundur Ernir að hann tæki að sér fundarstjórn eins og síðast. Nú er lag - aðstæður og vilji þingmanna liggur fyrir. Skýr niðurstaða verður að koma fram á borgarafundinum.

Seinnipartur dagsins fór síðan í að ganga frá ákvörðunum sem teknar höfðu verið á fundinum en um kvöldið var fjölskylduboð og rólegheit.Til baka
Pistlar
  03.11.2005
Spjallþráður..
  30.05.2005
Svæðinu til ..
  30.05.2005
Að sjá hluti..
Meira 

Dagbók
  28.03.2005
Páskaferð me..
  06.03.2005
Flott hjá My..
  17.02.2005
Aspen - godu..
Meira 

Greinar
  30.08.2007
Ljósanótt se..
  02.04.2006
Sterk staða ..
  22.03.2006
Sókn er best..
Meira 

Fréttir
  01.04.2009
Öryggisvörðu..
  24.02.2009
Lyklarnir af..
  22.12.2008
FS - 60 neme..
Meira 

Ræður
  20.10.2008
Ræða við vís..
  15.04.2007
Ræða Samgöng..
  05.11.2005
Lundinn 2005
Meira 


Steinþór Jónsson  -  Bragavöllum 7  -  230 Keflavík, Reykjanesbæ  -  Sími: 696-7777 - steini@kef.is